Fundu áður óþekktar minjar með drónaflugi

Í Þjórsárdal. Rauðá rennur í sveigum neðan við fornbýlið Stöng
Í Þjórsárdal. Rauðá rennur í sveigum neðan við fornbýlið Stöng mbl.is/Gísli Sigurðsson

Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Samkvæmt skýrslu sem birt er á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps leiddi slík rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi.

Rannsóknin var unnin af fornleifafræðingunum Ragnheiði Gló Gylfadóttur og Garðari Guðmundssyni hjá Fornleifastofnun Íslands með stuðningi sveitarfélagsins.

Fram kemur í skýrslunni að rannsóknin hafi miðað að því að svara nokkrum spurningum um loftmyndatöku og greiningu loftmyndagagna af fornleifum, svo sem hvort hún geti aukið við þekkingu á bæjarstæðum í Þjórsárdal og hvort enn séu óuppgötvaðar minjar á og við bæjarstæðin sem hægt sé að ná fram með þessum skráningaraðferðum.

Sex óþekktar minjar

Við rannsóknina voru 13 uppblásin bæjarstæði og nágrenni þeirra í Þjórsárdal mynduð með dróna og gerð af þeim yfirborðslíkön. Í kjölfarið voru kannaðir ýmsir möguleikar varðandi frekari vinnslu og greiningu gagnanna í landupplýsingaforriti til að svara þeim spurningum sem lagt var upp með í verkefninu. Segja fornleifafræðingarnir að yfirferð myndefnis hafi skilað ágætum árangri. Þrátt fyrir að bæjarstæðin hafi verið heimsótt margoft áður af fornleifafræðingum fundust áður óþekktar minjar á sex þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert