Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur aldrei mælst með lægra …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur aldrei mælst með lægra fylgi samkvæmt skoðanakönnunum MMR. mbl.is/​Hari

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur aldrei mælst lægra í skoðana­könn­un­um fyr­ir­tæk­is­ins MMR, en sam­kvæmt niður­stöðum þeirr­ar nýj­ustu er fylgi flokks­ins nú 19%. Lægst fór fylgið áður í 19,5% í janú­ar 2016. Fylgið er mun lægra núna en í kjöl­far banka­hruns­ins. Þannig fór fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins lægst sam­kvæmt skoðana­könn­un­um MMR í 24,3% í janú­ar 2009 í kjöl­far þess að viðskipta­bank­arn­ir þrír féllu haustið áður.

Fjórðungs­fylgi er hins veg­ar fylgi sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur mælst með um ára­bil, eða frá því í byrj­un árs 2013 þegar fylgi flokks­ins tók mikla dýfu í kjöl­far þess að EFTA-dóm­stóll­inn dæmdi Íslend­ing­um í vil í Ices­a­ve-mál­inu. For­ysta flokks­ins hafði tveim­ur árum áður stutt þriðja Ices­a­ve-samn­ing­inn við bresk og hol­lensk stjórn­völd, sem síðan var hafnað í þjóðar­at­kvæðagreiðslu sem fram fór í apríl 2011.

Fram að því hafði fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins hins veg­ar mælst í kring­um 37% allt frá því sum­arið 2009. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins jókst á móti mjög í byrj­un árs 2013 sam­hliða fylg­istapi Sjálf­stæðis­flokks­ins, en und­ir for­ystu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, nú­ver­andi for­manns Miðflokks­ins, hafði flokk­ur­inn hafði þá lagst al­farið gegn samþykkt Ices­a­ve-samn­ing­anna und­ir for­ystu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar.

Fylgið sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar sam­kvæmt nýj­ustu skoðana­könn­un MMR virðist að sama skapi fær­ast yfir á nú­ver­andi flokk Sig­mund­ar Davíðs, Miðflokk­inn. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins lækk­ar á milli mánaða um 3,1% en fylgi Miðflokks­ins eykst um 3,8%. Miðflokk­ur­inn mæl­ist með 14,4% og hef­ur fylgi hans aldrei mælst meira sam­kvæmt könn­un­um MMR. Ein­ung­is mun­ar þannig 4,6% á flokk­un­um.

Fylgi annarra stjórn­mála­flokka breyt­ist lítið, sem renn­ir stoðum und­ir það að fylgisaukn­ing Miðflokks­ins sé fyrst og fremst beint á kostnað Sjálf­stæðis­flokks­ins. Lík­leg­asta skýr­ing­in á fylg­istapi Sjálf­stæðis­flokks­ins og fylgisaukn­ingu Miðflokks­ins er deil­an um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins sem stjórn­völd vilja samþykkja á Alþingi vegna aðild­ar Íslands að EES-samn­ingn­um, en Miðflokk­ur­inn hef­ur beitt sér mjög gegn því.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins í síðustu þing­kosn­ing­um haustið 2017 var 25,2% en fylgi Miðflokks­ins 10,9%. Fylgi þess síðar­nefnda tók dýfu í kjöl­far Klaust­urs­máls­ins svo­kallaða í vet­ur og fór niður í 5,9% sam­kvæmt könn­un­um MMR fyr­ir síðustu jól.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert