Umhverfisvænt efni úr móbergi

Frá Reykjanesskaga.
Frá Reykjanesskaga.

Bandaríska fyrirtækið Greencraft hefur hug á að vinna íblöndunarefni fyrir steinsteypu úr móbergi á Reykjanesi. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð hátæknisteinsteypu á umhverfisvænan hátt.

Framleiðslan yrði aðallega notuð hér á landi og mögulega einnig í nágrannalöndum. Romeo Ciuperca, framkvæmdastjóri Greencraft, óskaði eftir því að Reykjanesbær gæfi yfirlýsingu um að sveitarfélagið legðist ekki gegn áformunum. Þetta kemur fram í fundargerð umverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar frá 4. júlí sl. Erindið var fyrst lagt fram 17. maí 2019 en var frestað og óskað eftir nánari gögnum. Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, sagði málið vera í vinnslu.

Áform eru um að vinna efnið úr Stapafelli, undir námuleyfi ÍAV. Þar hefur verið efnisvinnsla frá því um 1950 að framkvæmdir hófust á varnarliðssvæðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert