Valdið hverfur ekki með formannsleysi

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Flati strúkt­úr­inn geng­ur á meðan all­ir sem taka þátt í litl­um hópi eru á sömu blaðsíðunni um það hvernig hlut­irn­ir eiga að vera,“ seg­ir Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, í sam­tali við mbl.is um það fyr­ir­komu­lag inn­an flokks­ins að vera án for­manns.

Helgi Hrafn hef­ur gagn­rýnt þetta fyr­ir­komu­lag með vís­an til reynsl­unn­ar af því og sama gerði Ásta Guðrún Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður Pírata, fyr­ir síðustu helgi þar sem hún sagði að „flatur strúkt­úr“ ætti ekki að þýða að eng­inn strúkt­úr væri til staðar. Þetta fyr­ir­komu­lag hefði hins veg­ar leitt til ákveðinn­ar óreiðu inn­an flokks­ins þar sem enda­laust hefði verið hægt að færa til mörk. Þetta hefði skapað jarðveg þar sem hinn frek­asti réði. Þar vísaði hún til Birgittu Jónd­ótt­ur, fyrr­ver­andi þing­manns Pírata, sem fyrr­ver­andi sam­herj­ar henn­ar í þing­flokki flokks­ins hafa gagn­rýnt harðlega að und­an­förnu.

Helgi seg­ir mark­miðið með „flata strúkt­úrn­um“ gott og æski­legt en að það sé ekki endi­lega ósam­rýman­legt því að vera með formann. Valdið hyrfi ekki með því að vera ekki með formann. Það væri til staðar eft­ir sem áður. Hins veg­ar væri hægt að formbinda valdið og setja því skorður. Til dæm­is að formaður hefði í raun eng­in völd og sæi ekki um stefnu­mót­un. Hægt væri hins veg­ar til dæm­is að leita til hans þegar upp kæmu vanda­mál.

Ekki vitað um vanda­mál fyrr en sýður upp úr

„Það eru enn ýmis vanda­mál sem þarf að leysa inn­an Pírata sem eru ekki endi­lega tengd þessu máli með Birgittu. Til dæm­is að fjöl­miðlar vita oft ekki hvern þeir eiga að tala við í flokkn­um. Ef það koma upp ágrein­ings­mál í hon­um þá er eng­in aug­ljós boðleið til þess að fólk viti hvern það á að tala við og þá veit kannski eng­inn af vanda­mál­um í ein­stök­um fé­lög­um inn­an flokks­ins áður en allt er kannski komið í bál og brand.“

Þannig verði svo lít­il meðvit­und um vanda­mál­in fyrr en þau eru orðin svo stór að þau eru kom­in út um allt, seg­ir Helgi. „Það þarf að sjóða upp úr ein­hvers staðar til þess að tekið sé eft­ir því.“ Sam­starfið í þing­flokkn­um gangi sér­stak­lega vel núna og eng­inn í hon­um kæri sig um að taka að sér for­manns­hlut­verk. „En um leið og það breyt­ist, og það breyt­ist ein­hvern tím­ann, þá er svo mik­il­vægt að umboðið sé lýðræðis­legt.“ Fyr­ir vikið tel­ur Helgi að nú­ver­andi aðstæður séu góðar til þess að breyta fyr­ir­komu­lag­inu.

Hugs­an­leg­ur formaður hafi þannig verið val­inn lýðræðis­lega af Pír­öt­um en ekki að ein­hver ein­fald­lega taki sér þau völd sem hann vildi eins og og hafi gerst með Birgittu. Það þurfi að vera ein­hver lýðræðis­leg um­gjörð og fyr­ir­komu­lag í þeim efn­um. „Stóri mis­skiln­ing­ur­inn felst í því að með því að hafa ekki for­mann­sembætti þá gufi valdið upp. Það sem ger­ist er að það verður til valdatóma­rúm, þetta er vel þekkt í sög­unni, og þetta tóma­rúm er fyllt af þeim sem er sterk­ast­ur í að sanka að sér völd­um,“ seg­ir Helgi.

For­menn ann­ars staðar inn­an flokks­ins

For­mann­sembætti þurfi ein­fald­lega að skil­greina vel. Bæði hvað varðar það sem formaður eigi að gera og það sem hann eigi ekki að gera. „Meðan þetta er óskil­greint og eng­in tak­mörk til staðar þá get­ur ein­hver bara tekið sér þessa stöðu og gert það sem hon­um sýn­ist, ber enga ábyrgð og þarf ekki að virða nein mörk vegna þess að þau hafa hvergi verið skil­greind.“ For­menn séu alls staðar ann­ars staðar inn­an Pírata.

„Við erum með for­menn í hverri ein­ustu stofn­un inn­an Pírata, hverju ein­asta aðild­ar­fé­lagi nema í flokkn­um sjálf­um. En samt er ein­hver ótti við að sá formaður gæti orðið ein­ráður. En það þarf ekk­ert að vera þannig. Það er hægt að skil­greina for­mann­sembættið þannig að formaður hafi hvorki stefnu­mót­un­ar­vald né dag­skrár­vald held­ur hafi það hlut­verk fyrst og fremst að vita hvað er í gangi og hvernig eigi að tengja fólk sam­an.“

For­mann­sembætti þurfi ekki að vera hefðbundið og geti vel verið óhefðbundið. „Það er al­farið okk­ar að ákveða með hvaða hætti þetta hlut­verk virkaði. Valdið er þegar til staðar. Það er bara óskil­greint, óheflað og ekki lýðræðis­lega ákv­arðað. Ótt­inn við for­mann­sembætti felst í ótta við vald og sá ótti er al­veg rétt­mæt­ur. En það þýðir ekki að for­manns­leysi sé leiðin til þess að ná fram vald­dreif­ingu.“

Þannig seg­ist Helgi ekki hafa gefið vald­dreif­ingu upp á bát­inn held­ur virki aðferðafræðin sem hafi verið notuð ekki að hans mati og geti haft þver­öfug áhrif kom­ist sterk­ur ein­stak­ling­ur í þá aðstöðu að hrifsa til sín valdið án nokk­urra marka og án lýðræðis­legs umboðs. Þing­flokk­ur­inn starfi afar vel sam­an í dag en eft­ir næstu kosn­ing­ar gæti hann verið sam­sett­ur á allt annað hátt. Í dag sé ekk­ert aug­ljóst for­manns­efni og eng­inn sér­stak­lega að sækj­ast eft­ir því. „Þannig að núna er góður tími til að breyta þessu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert