Eiríkur metinn hæfastur

Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði.
Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæfis­nefnd hef­ur metið Ei­rík Jóns­son, pró­fess­or í lög­um við Há­skóla Íslands, hæf­ast­an þeirra sem sóttu um embætti lands­rétt­ar­dóm­ara. Frá þessu er greint á Kjarn­an­um og haft eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­ar­mönn­um.

Til stend­ur að skipa stöðu eins dóm­ara í Lands­rétt eft­ir að Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son sagði starfi sínu lausu í vor og gaf út að hann hygðist setj­ast í helg­an stein. Vil­hjálm­ur var einn þeirra ell­efu sem skipaðir voru lög­lega í dóm­ara­sæti Lands­rétt­ar á sín­um tíma.

Ei­rík­ur Tóm­as­son, formaður hæfis­nefnd­ar, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að niðurstaða hæfis­nefnd­ar liggi fyr­ir, en seg­ist bund­inn trúnaði um niður­stöðu henn­ar þar til ráðuneytið birt­ir hana. Á hann von á að það verði gert á föstu­dag.

Alls sóttu átta um stöðuna, þar af tveir sitj­andi dóm­ar­ar í Lands­rétti, þau Ásmund­ur Helga­son og Ragn­heiður Braga­dótt­ir. Þau eru bæði á meðal þeirra fjög­urra dóm­ara sem Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­málaráðherra, skipaði í embættið þrátt fyr­ir að hafa ekki verið met­in meðal hæf­ustu um­sækj­enda af hæfis­nefnd.

Hafa þau ekk­ert dæmt frá því Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst að þeirri niður­stöðu að ann­mark­ar á meðferð ráðherra og Alþing­is við skip­un dóm­ara við Lands­rétt hefðu falið í sér brot gegn Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Á meðal um­sækj­enda voru einnig Jón Hösk­ulds­son og Ástráður Har­alds­son en þeir voru, rétt eins og Ei­rík­ur, ekki skipaðir dóm­ar­ar á sín­um tíma þrátt fyr­ir að hafa verið metn­ir meðal 15 hæf­ustu um­sækj­enda.

Ei­rík­ur var, sem fyrr seg­ir, met­inn hæf­ast­ur en á eft­ir hon­um komu Ásmund­ur, Jón og Ástráður. Höfðu tveir um­sækj­end­ur, Friðrik Ólafs­son og Ragn­heiður Braga­dótt­ir dregið um­sókn sína til baka áður en hæfis­nefnd lauk störf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert