Hlutfall innflytjenda og annarrar kynslóðar innflytjenda af íbúafjöldanum á Norðurlöndum hefur breyst mikið á þessari öld.
Í Svíþjóð bjuggu í fyrra tvöfalt fleiri innflytjendur en árið 2000. Árið 2000 voru þeir um milljón en um tvær milljónir í fyrra. Við það bætast innflytjendur af annarri kynslóð.
Innflytjendum hefur einnig fjölgað mikið hér á landi. Samkvæmt gögnum frá hagstofum ríkjanna bjuggu um 3,7 milljónir innflytjenda á Norðurlöndunum árið 2018, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.