Tími á nafnverðsaðlögun fasteigna?

00:00
00:00

Frek­ar óvana­leg staða er kom­in upp á ís­lensk­um fast­eigna­markaði. Sam­kvæmt nýrri Hag­sjá Lands­bank­ans hef­ur hann verið í kyrr­stöðu í sum­ar þar sem verð hef­ur staðið í stað og kaup­end­ur hafa haldið að sér hönd­um. Á sama tíma er mikið magn íbúða sem nú eru í bygg­ingu á leið inn á markaðinn.

Hag­sjá Lands­bank­ans kom út í gær. Þar kem­ur fram að fast­eignaviðskipti í júní voru 23% minni en í sama mánuði í fyrra á höfuðborg­ar­svæðinu. Óvissa í efna­hags­líf­inu og mik­il veður­sæld hafa þar lík­lega eitt­hvað að segja. Mun­ur­inn er engu að síður veru­leg­ur. 

Í byrj­un sum­ars gaf Þjóðskrá út töl­ur um fjölda íbúða í bygg­ingu þar kom fram að tæp­lega 4000 íbúðir væru í bygg­ingu auk þess sem leyfi hefðu verið gef­in út fyr­ir bygg­ingu á um 2000 íbúðum til viðbót­ar. Töl­urn­ar voru síðar tekn­ar úr birt­ingu á vef Þjóðskrár. Kjarn­inn skrifaði þó frétt upp úr töl­un­um.

Mikil uppbygging er í Urriðaholti í Garðabæ.
Mik­il upp­bygg­ing er í Urriðaholti í Garðabæ. mbl.is/​Hall­ur Már

Ari Skúla­son, hag­fræðing­ur hjá Lands­bank­an­um, seg­ir stöðuna vissu­lega afar óvenju­lega en tel­ur þó ekki ástæðu til að hafa áhyggj­ur af henni. „Ég á von á því að þetta finni ein­hvers­kon­ar jafn­vægi,“ seg­ir Ari í sam­tali við mbl.is. Hann bend­ir á að í hrun­inu hafi raun­verð fast­eigna lækkað um 35% þrátt fyr­ir að nafn­verð hafi nán­ast staðið í stað. Verðbólga olli lækk­un­inni en ólík­legt sé að það ger­ist aft­ur.

Rætt er við Ara í mynd­skeiðinu.

„Núna þurf­um við að fá ein­hvers­kon­ar nafn­verðsaðlög­un. Hversu mik­il hún verður og hvort hún verður er bara mjög erfitt að segja um vegna þess að þetta er til­tölu­lega ný staða.“

Tím­inn verður því að leiða í ljós hvort nýj­ar eign­ir á markaði komi til með að lækka í verði með ein­hverj­um hætti ef kaup­end­ur hafa ekki bol­magn til að kaupa þær. Í gegn­um tíðina hafa fram­kvæmd­araðilar frek­ar beðið með sölu eigna fái þeir ekki verð sem þeir geta sætt sig við en það get­ur verið kostnaðarsamt. Spurn­ing­in er því hvort fjöldi eigna sem eru á leið inn á markað og leigu­markað sé nægi­lega mik­ill til að breyta því að ein­hverju leyti.      

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert