Vel staðið að ráðningarferlinu

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans.
Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans. mbl.is/Hari

Gylfi Magnús­son, dós­ent við Há­skóla Íslands og um­sækj­andi um starf seðlabanka­stjóra, ósk­ar Ásgeiri Jóns­syni, nýráðnum seðlabanka­stjóra, til ham­ingju með starfið. Hann sé vel til þess fall­inn að tak­ast á við verk­efnið vanda­sama. Þetta kem­ur fram í færslu sem Gylfi set­ur á Face­book.

Seg­ir Gylfi að vel hafi verið staðið að ráðning­ar­ferl­inu og að áhuga­vert hafi verið að fylgj­ast með því. Gylfi er formaður bankaráðs Seðlabank­ans og seg­ist hann hlakka til að vinna með Ásgeiri inn­an bank­ans.

Greint var frá því nú fyr­ir stundu að for­sæt­is­ráðherra hefði skipað Ásgeir í embættið og tek­ur hann við störf­um 20. ág­úst. Hæfis­nefnd mat fjóra mjög vel hæfa til að gegna embætt­inu, og voru Ásgeir og Gylfi báðir í þeim hópi auk Arn­órs Sig­hvats­son­ar, fyrr­ver­andi aðstoðarseðlabanka­stjóra, og Jóns Daní­els­son­ar.

For­sæt­is­ráðherra boðaði fjór­menn­ing­ana, auk þeirra fimm um­sækj­enda sem metn­ir voru „vel hæf­ir“ í starfið, á sinn fund og lagði fyr­ir þá spurn­ing­ar um reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­starf­semi, breyt­ing­ar á Seðlabank­an­um, verk­efni bank­ans og stjórn­tæki auk stöðu efna­hags­mála og sam­spil við stjórn­völd og aðila vinnu­markaðar­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert