Vilja þjóðhátíðarferju

Nýr Herjólfur kominn til Eyja.
Nýr Herjólfur kominn til Eyja.

ÍBV von­ast til þess að geta tekið nýja ferju í gagnið fyr­ir Þjóðhátíð, þó ekki nýja Herjólf, að sögn Harðar Orra Grett­is­son­ar, fram­kvæmda­stjóra ÍBV. Von­in um nýj­an Herjólf er þó ekki end­an­lega úti en nán­asta framtíð hans er óljós.

„Við sótt­umst eft­ir því að nýi Herjólf­ur myndi sigla á milli lands og Eyja fyr­ir þessa helgi en við höf­um ekki fengið end­an­leg svör með það,“ seg­ir Hörður.

Mikl­ar taf­ir hafa orðið á því að nýr Herjólf­ur hefji sigl­ing­ar en breyta þarf viðlegukanti í höfn­inni í Vest­manna­eyj­um áður en hann get­ur hafið áætl­un­ar­sigl­ingu. „Við von­umst til þess að geta sett nýja ferju í gang á allra næstu dög­um en það er ekki al­veg komið í ljós,“ seg­ir Hörður í Morg­un­blaðinu í dag. Hann get­ur ekki sagt til um hversu stór ferj­an er.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert