Kosið um sameiningu í október

Seyðisfjörður er eitt fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem mögulega verða …
Seyðisfjörður er eitt fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem mögulega verða sameinuð í haust.

Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur tilkynnt að atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna fari fram hinn 26. október 2019 og verður kosið sama dag í öllum sveitarfélögunum.

Fram kemur í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu að atkvæðagreiðslan fari fram eftir ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna eftir því sem við getur átt. Helstu forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaganna er að finna á vefnum svausturland.is og verða þær kynntar í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar á prentmiðlum, vefmiðlum og á íbúafundum, segir í tilkynningunni.

Sameining þessara fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi hefur verið til skoðunar undanfarin misseri. Í skýrslunni Sveitarfélagið Austurland – stöðugreining og forsendur tillögu um sameiningu má finna greiningu og hugmyndir um mögulega framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins, verði sameining samþykkt. Greiningin er m.a. byggð á upplýsingum frá sveitarfélögunum, vinnu starfshópa og vinnu á íbúafundum. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert