Væntir mikils af Ásgeiri

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist óska nýjum seðlabankastjóra velfarnaðar …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist óska nýjum seðlabankastjóra velfarnaðar í starfi og telur hann vel hæfan í embættið. mbl.is/​Hari

„Ásgeir hef­ur sýnt það á und­an­förn­um árum og ára­tug­um að hann er hæf­ur til þess að gegna þessu starfi. Hann er reynslu­mik­ill bæði úr aka­demí­unni og að sama skapi úr fjár­mála­starf­semi. Við vænt­um að sjálf­sögðu mik­ils af hon­um í starfi og ósk­um hon­um alls hins besta,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, í sam­tali við mbl.is um skip­un Ásgeirs Jóns­son­ar hag­fræðings í embætti seðlabanka­stjóra.

„Það fer vel að því að formaður nefnd­ar um end­ur­mat á ramma pen­inga­stefn­unn­ar verði falið að inn­leiða þær breyt­ing­ar sem nefnd­in lagði til í skýrslu sinni,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín og vís­ar til skýrslu sem unn­in var af þriggja manna verk­efna­stjórn sem skipuð var árið 2017.

Í verk­efna­stjórn­inni sátu hag­fræðing­arn­ir Ásdís Kristjáns­dótt­ir og Ill­ugi Gunn­ars­son, auk Ásgeirs sem gegndi for­mennsku henn­ar. Meðal til­lagna hóps­ins var sam­ein­ing Seðlabanka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðinn.

„Það eru krefj­andi tím­ar framund­an. Ann­ars veg­ar vegna breyt­inga á lagaum­hverfi Seðlabank­ans og sam­ein­ingu Seðlabanka og Fjár­mála­eft­ir­lits. Það er ljóst að það þarf bæði þekk­ingu, yf­ir­sýn og reynslu til þess að tak­ast á við þess­ar áskor­an­ir og ég hygg að Ásgeir hafi sýnt það í störf­um sín­um á öðrum vett­vangi að hann er vel í stakk bú­inn til þess að tak­ast á við þess­ar áskor­an­ir,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín.

Ekki eru þó all­ir aðilar vinnu­markaðar­ins jafn sátt­ir við skip­un­ina og hef­ur Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, sagt skip­un­ina „hörmu­leg­ar frétt­ir.“ Aðrir verka­lýðsfor­ingj­ar sem mbl.is hef­ur rætt við hafa hins veg­ar viljað bíða og sjá hvernig nýr seðlabanka­stjóri reyn­ist í starfi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert