Veikustu félögin gætu farið í þrot

Samkeppni harðnar í ferðaþjónustu.
Samkeppni harðnar í ferðaþjónustu. mbl.is/RAX

Framundan er uppstokkun í ferðaþjónustu og munu félög með lítið eigið fé og lélegt sjóðstreymi ekki standa af sér aukna samkeppni. Þetta er mat sérfræðings á fjármálamarkaði sem óskaði nafnleyndar vegna stöðu sinnar á markaði.

Benti hann á að spáð hefði verið 3-5% fjölgun ferðamanna á ári frá og með árinu 2017. Nýir innviðir í ferðaþjónustu séu því að koma í notkun.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að 670 hótelherbergi hið minnsta bætast við markaðinn frá júní til áramóta. Hótelíbúðum fjölgar líka.

„Ég tel að þetta geti endað vel hjá þeim sem komast í gegnum þennan storm. Við gætum séð það í hótelrekstri, eins og öðrum greinum ferðaþjónustu, að litlir aðilar detti út af markaði,“ sagði sérfræðingurinn.

Enginn spáði fækkun

Annar sérfræðingur á fjármálamarkaði sagði greinendur ekki hafa spáð samdrætti í ferðaþjónustu, heldur miðað við 3-5% vöxt á ári frá og með 2017. Birtist þessi afstaða í því að blaðamenn Morgunblaðsins voru gagnrýndir af viðmælendum á sínum tíma fyrir að ræða um mögulega fækkun ferðamanna. Nú er staðan sú að Isavia spáir tæplega 7,3 milljónum flugfarþega í Keflavík í ár sem yrði fækkun um 2,5 millj. milli ára. Miðað við fyrri hluta árs gæti erlendum ferðamönnum fækkað um 300 þús. í ár. baldura@mbl.is 4

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert