WOW-kaup í uppnámi

Michele Ballarin
Michele Ballarin mbl.is/Kristinn Magnússon

Kaupum Michele Ballarin og félags hennar, Oasis Aviation Group, á flugrekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur verið rift. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Ástæðan mun vera sú að síendurtekið hafi dregist að inna af hendi fyrstu greiðslu samkvæmt kaupsamningi sem gerður var milli þrotabúsins og fyrrnefndra kaupenda.

Fyrst var greint frá umræddum kaupum á forsíðu Fréttablaðsins að morgni 12. júlí. Þar var fullyrt að viðskiptin væru gengin í gegn og að þau hefðu byggst á eingreiðslu. Hið rétta er að samningurinn gerði ráð fyrir að viðskiptin yrðu gerð í þremur áföngum og að umfang þeirra allra yrði svipað að umfangi. Heimildir Morgunblaðsins herma að heildarvirði viðskiptanna hafi hljóðað upp á tæpar 1,5 milljónir dollara, ríflega 180 milljónir króna.

Þreifingar halda áfram

Þrátt fyrir riftunina hafa þreifingar um að koma viðskiptunum að nýju á átt sér stað en þau eru þrátt fyrir það í uppnámi sem stendur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag .

Í ítarlegu viðtali við Ballarin, sem birt var í ViðskiptaMogganum á miðvikudag, setti hún engan fyrirvara um kaupin. Þá fullyrti hún að nú þegar væri búið að tryggja milljarða króna til rekstursins fyrstu tvö árin. „Við höfum tryggt félaginu 85 milljónir Bandaríkjadala, eða 10,5 milljarða króna, sem á að duga félaginu fyrstu 24 mánuðina. Ef þörf verður á getur sú tala orðið allt að 100 milljónir dala, eða 12,5 milljarðar króna,“ sagði Ballarin í viðtalinu. Umfang umræddra kaupa, sem nú hefur verið rift, voru því aðeins um 1,8% af þeirri fjárhæð sem Ballarin fullyrti að nú þegar væri búið að tryggja til rekstursins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert