Nítján forsetar Bandaríkjanna saman komnir á Seltjarnarnesi

Donald Trump hefur notið talsverðra vinsælda hjá Urban Gunnarsson á …
Donald Trump hefur notið talsverðra vinsælda hjá Urban Gunnarsson á síðustu árum. Árni Sæberg

„Þetta er nú löngu komið úr bönd­un­um en mér telst til að ég eigi nú 94 karla,“ seg­ir dr. Gunn­laug­ur A. Jóns­son. Safn hans barst í tal í ít­ar­legu viðtali við út­skurðar­meist­ar­ann Ur­ban Gunn­ars­son í sunnu­dagsút­gáfu Morg­un­blaðsins, sem í meira en hálfa öld hef­ur sér­hæft sig í því að skera í tré þekkta karakt­era úr mann­kyns­sög­unni. Ur­ban er Svíi og tók við verk­stæði að Drottn­ing­ar­götu 77 af föður sín­um sem allt frá þriðja ára­tug síðustu ald­ar gerði garðinn fræg­an í Svíþjóð fyr­ir sömu iðju.

„Þetta hófst í raun 2009 þegar við hjón­in vor­um stödd í Stokk­hólmi. Þá hafði sam­band við okk­ur vin­kona okk­ar Sigrún Asp­e­lund. Hún bað mig þá um að koma við á verk­stæði manns að nafni Ur­ban Gunn­ars­son og sækja þar hlut fyr­ir mann henn­ar, Hrafn­kel Helga­son. Mér fannst nú nokkuð skrítið þegar upp úr dúrn­um kom að þar var á ferðinni stytta af Ad­olf Hitler en Hrafn­kell safnaði þá þess­um körl­um frá Ur­ban. Hitler var hins veg­ar ekki til hjá karli og því fór­um við heim með Castró fyr­ir Hrafn­kel í þetta skiptið.“

Byrjaði allt með Hitler

Gunn­laug­ur fór á Drottn­ing­ar­göt­una og sótti ill­mennið fyr­ir vina­fólk sitt. En þegar upp á hót­el var komið að lok­inni heim­sókn­inni fékk hann bakþanka og fannst hann þurfa að vitja verk­stæðis­ins að nýju.

„Ég fór því dag­inn eft­ir á verk­stæðið og ræddi við Ur­ban. Spurði hvort ég fengi ekki af­slátt ef ég keypti þrjá karla. Hann var ekki til­bú­inn í neitt slíkt. Ég sagði hon­um þá að ég myndi kaupa fimm en þá yrði ég að fá af­slátt. Hann féllst á það og síðan þá hef­ur þessi söfn­un staðið sleitu­laust,“ seg­ir Gunn­laug­ur.

Benito Mussolini, Adolf Hitler og Jósef Stalín voru um tíma …
Benito Mus­sol­ini, Ad­olf Hitler og Jós­ef Stalín voru um tíma sam­herj­ar í upp­hafi síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Árni Sæ­berg

Þannig hef­ur körl­un­um fjölgað jafnt og þétt í ár­anna rás og nú rúm­um ára­tug frá því að Gunn­laug­ur rakst inn til Urbans eru þeir að nálg­ast hundraðið. Raun­ar sagði Ur­ban í viðtal­inu í sunnu­dagsút­gáfu Morg­un­blaðsins að eng­inn ætti jafn stórt safn og Gunn­laug­ur og und­an­skildi hann þá ekki stór­tæka safn­ara í Svíþjóð.

„Mér telst til að við hjón­in höf­um heim­sótt Ur­ban að jafnaði tvisvar á ári og ég hef verið að taka 3-5 karla í hverri ferð. Auðvitað hef ég einnig sótt karla fyr­ir aðra safn­ara hér heima og stund­um hef ég sent fólk fyr­ir mína hönd til Urbans. En svo töl­um við sam­an reglu­lega, ekki síst þegar ég hef fengið hann til þess að skera út ein­hverja karakt­era sem hann hef­ur ekki áður gert. Stund­um liggja mörg klukku­tíma löng sam­töl að baki hverj­um karli en það skil­ar sér líka oft­ast í mjög vel heppnuðum ein­tök­um.“

Prófessor Gunnlaugur með safninu góða.
Pró­fess­or Gunn­laug­ur með safn­inu góða. Árni Sæ­berg

Churchill kom strax í safnið

Í fyrstu at­rennu keypti Gunn­laug­ur þekkt­ar út­gáf­ur úr höf­und­ar­verki Urbans. Þar á meðal má nefna Winst­on Churchill, sem í ára­tugi hef­ur verið vin­sæl­asta viðfangs­efni hans en einnig Mahat­ma Gand­hi. 

„Ur­ban hef­ur sér­hæft sig að stór­um hluta í karakt­er­um af stjórn­mála­sviðinu, bæði í Svíþjóð og á heimsvísu. Ég hef hins veg­ar hvatt hann til að leita fanga víðar og það hef­ur komið mjög vel út. Þar hafa kannski ekki síst orðið fyr­ir val­inu trú­ar­leiðtog­ar af ýms­um toga en það skýrist nú m.a. af mín­um bak­grunni,“ seg­ir Gunn­laug­ur en hef­ur í ára­tugi gegnt embætti pró­fess­ors í gamla­testa­ment­is­fræðum við guðfræðideild Há­skóla Íslands.

„En safnið er víðtækt og þar má finna fjöl­breytt­an hóp fólks, m.a. Sig­mund Fr­eud, hinn þekkta geðlækni og tauga­fræðing og einnig tón­skáldið Ant­onín Dvořák. Svo hef ég fengið hann til að skera út nokkra Íslend­inga og nú síðast bætt­ust í safnið Har­ald­ur Ní­els­son, sem fyrst­ur gegndi pró­fess­ors­stöðu í gamla­testa­ment­is­fræðum við Há­skóla Íslands og svo Ólaf­ur Thors, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra.“

Antonín Dvořák, Winston Churchill, Halldór Kiljan Laxness, Thomas Jefferson, M …
Ant­onín Dvořák, Winst­on Churchill, Hall­dór Kilj­an Lax­ness, Thom­as Jef­fer­son, M Mahat­ma Gand­hi, Vig­dís Finn­boga­dótt­ir og Indira Gand­hi í hópi fleiri þekktra karla og kvenna. Árni Sæ­berg

Ýmsum aðferðum beitt

Gunn­laug­ur hef­ur beitt ýms­um aðferðum til að þrýsta á Ur­ban í gegn­um tíðina þegar hon­um hef­ur þótt hann taka fá­lega í að skera út ákveðnar per­són­ur úr sög­unni. Það átti m.a. við um Ben Guri­on, fyrsta for­sæt­is­ráðherra Ísra­els sem Gunn­laug­ur hafði mik­inn áhuga á að eign­ast vegna mik­ils áhuga á Ísra­el. Þannig fékk hann ýmsa vini sína og kunn­ingja til að líta við á verk­stæði Urbans þegar þeir áttu leið um Stokk­hólm og þá í þeim eina til­gangi að spyrja hvort hann væri ekki með Ben Guri­on til sölu. Gerðist það t.d. einu sinni þegar vina­hjón Gunn­laugs voru stödd í borg­inni að þau fóru í sitt­hvoru lagi á verk­stæðið og báru upp sömu spurn­ing­una.

„Hann sá í gegn­um þetta karl­inn. Það gat ekki verið eðli­legt að það væru sí­fellt að koma hingað Íslend­ing­ar að spyrja um þenn­an til­tekna mann. Þau hlutu öll að vera á mín­um veg­um sagði Ur­ban og hafði gam­an af. Svo fékk ég Ben Guri­on í safnið og nú þegar Ólaf­ur Thors er kom­inn í það líka eru þeir sam­einaðir á ný. Þeir hitt­ust hér í Reykja­vík árið 1962.“

Spurður nán­ar út í safnið seg­ir Gunn­laug­ur að í því sé að finna 18 fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta og einnig þann sem nú gegn­ir embætt­inu. Því séu jafn marg­ir Banda­ríkja­menn í safn­inu og Sví­ar en Gunn­laug­ur hef­ur taug­ar til stjórn­mála­sögu Svíþjóðar þar sem hann bjó þar í tengsl­um við doktors­nám sitt í mörg ár.

„Svo eru þarna níu Íslend­ing­ar, sex Ísra­el­ar, fimm Rúss­ar og fjór­ir Bret­ar. Þjóðverj­arn­ir eru jafn­marg­ir Bret­un­um en í báðum þess­um hóp­um gæti þó farið að fjölga.“

Dr. Gunnlaugur hefur m.a. fengið Urban til þess að skera …
Dr. Gunn­laug­ur hef­ur m.a. fengið Ur­ban til þess að skera út hinn þekkta geðlækni og tauga­fræðing Sig­mund Fr­eud. Árni Sæ­berg

Væri til í að fá Bor­is í safnið

Þetta seg­ir Gunn­laug­ur í ljósi þess að hann hef­ur áhuga á því að fá nýj­an for­sæt­is­ráðherra Breta í safnið, Bor­is John­son. Þá hef­ur hann einnig borið upp við Ur­ban hvort hægt sé að skera út Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands.

„Það er helsti veik­leiki safns­ins að þar eru alltof fáar kon­ur eða aðeins sex. Ég vil fjölga þeim en Ur­ban hef­ur ekki reynst dug­leg­ur við að skera út kon­ur. Fyr­ir því gef­ur hann ýms­ar ástæður. En við Guðrún eig­in­kona mín vor­um í Stokk­hólmi um dag­inn og þá held ég að Guðrún hafi talað hann end­an­lega inn á að skera út Merkel.“

Og Gunn­laug­ur viður­kenn­ir að Guðrún sé fyr­ir löngu orðin nokkuð þreytt á stór­tæk­um „karla­kaup­um“ eig­in­manns­ins. Þegar hann stillti sér upp fyr­ir ljós­mynd­ara Morg­un­blaðsins nú um helg­ina horfði hún í forundr­an yfir safnið og spurði hvort ekki væri komið nóg.

„En hún sá reynd­ar einn kost við þessa upp­still­ingu. Hún sagði að nú gæf­ist mér kær­komið tæki­færi til að þurrka af hill­un­um þar sem ég geymi þá,“ seg­ir Gunn­laug­ur sposk­ur.

Í safni Gunnlaugs eru m.a. eftirmyndir 19 Bandaríkjaforseta. Í þeim …
Í safni Gunn­laugs eru m.a. eft­ir­mynd­ir 19 Banda­ríkja­for­seta. Í þeim hópi er Don­ald Trump en einnig Thom­as Jef­fer­son og Abra­ham Lincoln. Árni Sæ­berg

Hvergi nærri hætt­ur

Hann er enda hvergi nærri hætt­ur og þeir Ur­ban ræðast við í hverri viku.

„Ég er með marga í pönt­un hjá hon­um, m.a. kon­ur. Auðvitað Merkel en svo hef­ur hann lofað mér Elísa­betu Eng­lands­drott­ingu. Ég hélt hann yrði með hana til­búna þegar ég fór síðast út en hann stóð nú ekki við það karl­inn. En þetta kem­ur með þol­in­mæðinni. Svo lang­ar mig mikið í Jackie Kenn­e­dy enda hef­ur maður henn­ar, John, verið lengi í safn­inu. Svo hef ég verið með sr. Friðrik Friðriks­son í sigt­inu og einnig Bjarna Bene­dikts­son, fyrr­um formann Sjálf­stæðis­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra og ég held hann gæti líka náð Pavarotti ein­stak­lega vel. Ég hætti ekki held­ur fyrr en ég fæ Mart­in Lut­her King í safnið.“

Og miðað við þessa upp­taln­ingu, sem vís­ast gæti verið mun lengri og ít­ar­legri er fátt sem bend­ir til ann­ars en að Gunn­laug­ur muni inn­an skamms rjúfa „hundrað karla múr­inn“. Tak­ist Ur­ban að skera Merkel bæri­lega út eru meiri lík­ur en ella á að það tak­ist. Það myndi alla vega draga úr þrýst­ingi eig­in­kon­unn­ar um að dregið verði úr söfn­un­ar­átak­inu mikla.

Gunnlaugur á allmarga Íslendinga í safni sínu. Nýjasta viðbótin eru …
Gunn­laug­ur á all­marga Íslend­inga í safni sínu. Nýj­asta viðbót­in eru þeir Har­ald­ur Ní­els­son, pró­fess­or og Ólaf­ur Thors for­sæt­is­ráðherra. Á mynd­inni held­ur hann á þeim ásamt Davíð Odds­syni og Sig­valda Kaldalóns, lækni og tón­skáldi. Sig­valdi var afi Gunn­laugs í móðurætt. Árni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert