Landsmenn rúmlega 360 þúsund

mbl.is/Ófeigur

Fjöldi þeirra sem bjuggu á Íslandi í lok 2. ársfjórðungs var 360.390 manns samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar af 184.810 karlar og 175.580 konur.

Landsmönnum fjölgaði um 1.610 á ársfjórðungnum, eða um 0,4%, segir í fréttatilkynningu. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 230.360 manns en 130.030 utan þess.

Samtals fæddust 1.030 börn á Íslandi á ársfjórðungnum, en 530 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.110 einstaklingar til landsins umfram brottflutta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert