Oddviti læsir útidyrum

Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti í Árneshreppi á Ströndum segir að sakleysið …
Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti í Árneshreppi á Ströndum segir að sakleysið sé horfið úr sveitinni, svo hatrammar séu deilurnar vegna virkjunar fyrirhugaðrar. mbl.is/Sigurður Bogi

Eva Sig­ur­björns­dótt­ir, odd­viti Árnes­hrepps á Strönd­um, seg­ir sak­leysi sveit­ar sinn­ar horfið eft­ir langvar­andi deil­ur um virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir í Ófeigs­firði á Strönd­um. Hún set­ur dyrn­ar í lás að kvöldi, seg­ir hún.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag furðar Eva sig á að þeir sem hafi mest­ar mein­ing­ar um virkj­un­ar­fram­kvæmd­irn­ar í Ófeigs­firði sé „fólk suður í Reykja­vík og svo brott­flutt­ir Stranda­menn; fólk sem bjó hér fyr­ir mörg­um ára­tug­um.“

Evu seg­ist hafa sárnað að í deil­un­um um virkj­ana­fram­kvæmd­irn­ar, sem fela í sér virkj­un Hvalár, Rjúk­anda og Ey­vind­ar­fjarðarár með bygg­ingu 55 MW orku­vers, hafi verið beitt skít­kasti. Starf­semi hót­els henn­ar og fjöl­skyldu henn­ar, Hót­els Djúpa­vík­ur, hafi verið svert í þeim til­gangi að koma illu orði á hana. 

Þau hafi verið kölluð um­hverf­is­hryðju­verka­menn, þjóðníðing­ar og fleira slíkt. „Full­yrt er að fólki hér hafi verið mútað með pen­ing­um í brún­um bréf­pok­um sem mér finnst grát­bros­legt ef ein­hver trú­ir. Svo vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar lögmaður að sunn­an kom norður og spurði hvort hót­elið í Djúpa­vík væri falt fyr­ir rétt verð. Þegar að var spurt voru meint­ir kaup­end­ur fólk sem væri and­stæðing­ar virkj­un­ar og við spurð hvort að það skipti okk­ur ein­hverju máli. Kjarni máls­ins er sá að sak­leysi þess­ar­ar sveit­ar er horfið. Við setj­um dyrn­ar alltaf í lás að kvöldi, sem áður þurfti svo sann­ar­lega ekki,“ seg­ir hún.

Árið 1985 opnuðu Eva og maður henn­ar Ásbjörn Þorgils­son Hót­el Djúpa­vík þar sem þau hafa starfað og búið síðan. Eva tók sæti í hrepps­nefnd Árnes­hrepps eft­ir kosn­ing­ar 2002 og hef­ur setið þar síðan, odd­viti frá 2014.

Hvalá á Ófeigsfjarðarheiði verður stífluð og virkjuð ef áform ganga …
Hvalá á Ófeigs­fjarðar­heiði verður stífluð og virkjuð ef áform ganga eft­ir. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Lítt gróið og hrjóstugt svæði

„Vissu­lega fylg­ir virkj­un Hvalár að fórna þarf ósnortnu landi; reynd­ar lítt grónu og hrjóstugu svæði sem fáir höfðu farið um og séð til skamms tíma,“ seg­ir Eva. „Styrkja þarf orku­bú­skap á Vest­fjörðum, bæði auka fram­leiðsluna og koma á hring­teng­ingu raf­magns­flutn­inga. Því segi ég að virkj­un sé nauðsyn­leg og þá þarf líka nokkru að kosta til, enda þó reynt verði að halda um­hverf­israski í lág­marki.“

„Auðvitað er öll­um frjálst að hafa og láta í ljós skoðun sína á þessu verk­efni, en mér finnst verra þegar því fylgja gíf­ur­yrði og læti. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að af virkj­un Hvalár verði, enda hef­ur und­ir­bún­ing­ur­inn verið vandaður og hvert skref stigið eft­ir lög­form­leg­um leiðum,“ seg­ir Eva.

Til þess að koma orku­ver­inu á kopp­inn þarf að gera stífl­ur, mynda þrenn lón og grafa göng að stöðvar­húsi sem verður neðanj­arðar ásamt rennsl­is­röri sem kem­ur út nærri ósum Hvalár. At­huga­semd­ir vegna þessa hafa komið fram, ný­lega sjö kær­ur vegna end­ur­bóta á veg­in­um frá Ing­ólfs­firði á virkj­un­arstað og vegna rann­sókna sem eiga að fara fram á þessu ári. Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hafnaði fyr­ir skemmstu stöðvun vega­bót­anna og hóf­ust þá fram­kvæmd­ir aft­ur. Land­eig­end­ur á jörðinni Selja­nesi hafa boðað mót­mæli og aðgerðir á næstu dög­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert