Reyndi að stinga af á vespu

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur ungmennum á vespu um klukkan tíu í gærkvöldi í Seljahverfi í Reykjavík.

Þegar lögreglan gaf stöðvunarmerki með bláum ljósum reyndi ökumaðurinn að stinga hana af en stöðvaði skömmu síðar.

Kom í ljós að vespan var óskráð og ökumaðurinn ekki með réttindi til að aka henni. Var málið afgreitt með aðkomu foreldra ungmennanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert