Tapar fylgi til Miðflokksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur sem fyrr mests fylg­is sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins Zenter fyr­ir Frétta­blaðið, eða 20,5%. Lækk­ar fylgið um 2,1% frá fyrri könn­un fyr­ir­tæk­is­ins í síðasta mánuði.

Miðflokk­ur­inn mæl­ist með 13,4% fylgi og eykst fylgi flokks­ins um 3,6 pró­sentu­stig frá því fyr­ir mánuði. Fylgisaukn­ing Miðflokks­ins virðist aðallega vera á kostnað Sjálf­stæðis­flokks­ins. Rúm 20% þeirra sem sögðust hafa kosið flokk­inn í síðustu þing­kosn­ing­um árið 2017 segj­ast styðja Miðflokk­inn nú ef marka má niður­stöður könn­un­ar­inn­ar.

Haft er eft­ir Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, að fylgið flökti til og frá á miðju kjör­tíma­bili. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, seg­ir þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins vænt­an­lega skýr­ing­una á fylgisaukn­ingu flokks­ins en von­andi skili sér einnig stefnu­festa hans.

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með 14,4%, Vinstri hreyf­ing­in  grænt fram­boð með 12,9%, Pírat­ar 12,3%, Viðreisn 10,6%, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 8,2% og Flokk­ur fólks­ins 3,2%.

Skoðana­könn­un MMR fyrr í þess­um mánuði sýndi Sjálf­stæðis­flokk­inn með 19% fylgi sem er það lægsta sem fyr­ir­tækið hef­ur mælt fylgi flokks­ins. Fylg­is­lækk­un Sjálf­stæðis­flokks­ins virt­ist að sama skapi fara yfir á Miðflokk­inn sem jók fylgi sitt og mæld­ist með 14,4%.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert