Hefði getað farið á hinn veginn

Álft með ungum sínum.
Álft með ungum sínum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hund­ar geta tekið upp á þessu,“ seg­ir Freyja Krist­ins­dótt­ir, dýra­lækn­ir og formaður Fé­lags ábyrgra hunda­eig­enda. Tveir hund­ar rifu í sig ófleyg­an álft­ar­unga í síðustu viku í Hús­eyj­arkvísl í Skagaf­irði.

Í Morg­un­blaðinu í gær var rætt við Finn Arn­ar Arn­ar­son sem varð vitni að því þegar hund­arn­ir króuðu unga af, tryllt­ust og tættu hann í sig.

Freyja seg­ir að það sé eng­in til­vilj­un að gúmmí­dýr og end­ur séu notuð sem leik­föng fyr­ir hunda því það æsi upp í þeim leik­gleðina. Guðbjörg Þor­varðardótt­ir dýra­lækn­ir sagði í Morg­un­blaðinu að svona úlfs­leg hegðun þekk­ist meðal ým­issa teg­unda. Hún þekki mál af hund­um af teg­und­inni bor­der collie, ís­lensk­um fjár­hund­um, husky-hund­um og blend­ing­um sem hafa gerst sek­ir um svona hegðun.

Freyja tek­ur und­ir þetta og bæt­ir því við að terrier hund­ar, sem einnig geta tekið upp á svona hegðun, séu ræktaðir til að elta upp rott­ur og minka. Það sé ekki endi­lega gert til að éta held­ur til að drepa. 

En svo er nátt­úru­lega líka annað að við hvetj­um eig­end­ur til að virða taum­skyldu þar sem það á við. Í nátt­úr­unni er leyfi­legt að hafa þá lausa en þá þarf maður að fylgj­ast vel með,“ seg­ir Freyja. Hún bæt­ir við að eig­andi hefði átt að vera ná­læg­ur til að kalla hund­inn til sín.

Svan­ir geta drepið hunda

Freyja seg­ir að til séu dæmi þess að mál­in hafi endað á hinn veg­inn; svan­ir hafi drepið hund. „Við höf­um séð dæmi um hunda á sundi í Banda­ríkj­un­um þegar svan­ir synda að þeim og drekkja þeim,“ seg­ir Freyja. Þannig hefði þessi at­b­urðarás vel geta farið á þá leið, sér­stak­lega ef hund­arn­ir hefðu ekki verið tveir.

Freyja seg­ist sjálf fara með hund­inn sinn laus­an í göngu­túr ef hún er á stað sem hún er vön, eins og á Hólms­heiði. Hins veg­ar setji hún sitt dýr í taum um leið og hún mæt­ir öðrum dýr­um. „Maður þarf að hafa stjórn á sín­um hundi.“

Hún seg­ir að eins og at­vikið hljóm­ar, sem fjallað er um í Morg­un­blaðinu, hafi eng­inn eig­andi verið ná­lægt. „Það er nátt­úru­lega alls ekki gott,“ seg­ir Freyja og hvet­ur eig­end­ur til að hafa náið auga með hund­um sín­um þegar þeir leika laus­um hala. 

Það ligg­ur fyr­ir að þegar hund­ar ger­ast sek­ir um að drepa fé með þess­um hætti er þeim lógað. Þá er þeim ekki treyst í kring­um dýr­in leng­ur. Venj­an er ekki eins skil­greind þegar kem­ur að frjáls­um fugl­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert