Hryggir á leiðinni

Lambahryggir eru á leið til landsins.
Lambahryggir eru á leið til landsins.

Tug­ir tonna af er­lend­um lambahryggj­um eru á leið til lands­ins og gætu mögu­lega komið í búðir í næstu viku.

Þetta seg­ir Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu (SVÞ), í Morg­un­blaðinu í dag.

Kjötið var pantað í kjöl­far til­lögu ráðgjafa­nefnd­ar til ráðherra.

Andrés sagði við Morg­un­blaðið að þegar ráðgjafa­nefnd um inn- og út­flutn­ing land­búnaðar­vara lagði til við ráðherra að gef­inn yrði út tíma­bund­inn inn­flutn­ingskvóti á lækkuðum toll­um til að bregðast við skorti á inn­lend­um lambahryggj­um og hryggj­arsneiðum hafi fyr­ir­tæki inn­an SVÞ pantað þess­ar vör­ur frá er­lend­um birgj­um.

„Þær vör­ur eru á leiðinni vegna þess að það hef­ur aldrei gerst í sögu ráðgjafa­nefnd­ar­inn­ar að ákvörðun henn­ar hafi verið aft­ur­kölluð,“ sagði Andrés. Hann sagði að sam­kvæmt bú­vöru­lög­um gegni nefnd­in sjálf­stæðu hlut­verki. Hlut­verk ráðherr­ans sé ein­göngu að ganga úr skugga um að nefnd­in hafi sinnt rann­sókn­ar­skyldu sinni.

„Við höf­um ekki nokkra ástæðu til að ætla annað en að nefnd­in hafi gegnt sínu hlut­verki og í því ljósi töld­um við ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að fyr­ir­tæk­in færu að búa sig und­ir inn­flutn­ing á þess­ari vöru,“ sagði Andrés.

Skort­ur hjá tveim­ur birgj­um

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur óskað eft­ir því að ráðgjafa­nefnd­in end­ur­meti hvort þörf sé á því að opna toll­kvóta á lambahryggj­um í ljósi nýrra upp­lýs­inga sem nefnd­inni bár­ust frá fram­leiðend­um.

Nefnd­inni ber að skila niður­stöðu í þess­ari viku. Þetta kom fram í frétta­til­kynn­ingu frá at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu í gær. Andrés sagði að þessi ákvörðun ráðherr­ans komi SVÞ í opna skjöldu. „Þegar ráðgjafa­nefnd­in var að und­ir­búa málið eft­ir síðasta er­indi frá okk­ur hafði hún sam­band við alla aðila til að kanna birgðastöðu, lög­um sam­kvæmt,“ sagði Andrés.

„Nefnd­in fékk þær upp­lýs­ing­ar að það væri skort­ur á lambahryggj­um hjá að minnsta kosti tveim­ur birgj­um. Lög­in segja að það þurfi að vera skort­ur hjá minnst tveim­ur birgj­um til að opn­ir toll­kvót­ar verði heim­ilaðir. Það var gef­inn fjög­urra virkra daga frest­ur á þriðju­dag í síðustu viku til að gera at­huga­semd­ir við þetta. Frest­ur­inn rann út á mánu­dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem við höf­um voru eng­ar at­huga­semd­ir komn­ar áður en frest­ur­inn rann út. Við höf­um upp­lýs­ing­ar um að ein afurðastöð, Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga (KS), hafi keypt lambahryggi frá Fjalla­lambi á Kópa­skeri og sent inn nýja til­kynn­ingu á mánu­dag. Á grund­velli þess telji ráðherra sér skylt að biðja nefnd­ina að end­ur­meta stöðuna.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert