Mögulegir steingervingar „alfriðaðir“

Steingervingur sem fannst við Hvalá.
Steingervingur sem fannst við Hvalá. Ljósmynd/Snæbjörn Guðmundsson

Lík­legt er að stein­gerv­inga megi finna í jarðlög­um við Hvalá. Munu jarðfræðing­ar Nátt­úru­fræðistofn­unn­ar rann­saka fund­inn nán­ar eft­ir helgi. Óvíst er hvort að fram­kvæmd­um vegna fyr­ir­hugaðar Hvalár­virkj­un­ar verði raskað. 

Jón Gunn­ar Ottós­son, for­stjóri Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands, tel­ur lík­legt að um stein­gerv­inga sé að ræða, en stofn­un­inni barst ný­verið form­legt bréf frá nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­un­um Ófeig. 

„Jarðfræðing­arn­ir okk­ar hafa skoðað þetta á mynd­um. Þeir fara lík­lega eft­ir helgi og skoða þetta bet­ur. Mjög lík­lega eru þetta stein­gerv­ing­ar sam­kvæmt skil­grein­ingu lag­anna,“ seg­ir Jón en sam­kvæmt lög­um um nátt­úru­vernd eru stein­gerv­ing­ar „leif­ar og stein­gerðar leif­ar líf­veru eða för eft­ir hana sem finn­ast í jarðlög­um.“

Aðspurður hvort að stein­gerv­ing­arn­ir komi til með að hafa áhrif á Hvalár­virkj­un, seg­ir Jón það velta á ná­kvæm­ari staðsetn­ingu leif­anna. 

„Það fer svo­lítið eft­ir því hvar þeir eru, við vit­um það ekki ná­kvæm­lega ennþá. En það er mjög skýrt í nátt­úru­vernd­ar­lög­um að það er bannað að hrófla við þeim,“ seg­ir Jón. 

til­tölu­lega ókannað svæði 

Jón seg­ir stein­gerv­inga­fund­inn ekki koma sér mikið á óvart. 

„Við viss­um að þetta er til­tölu­lega ókannað svæði og höfðum grun um að það séu svona minj­ar á þessu svæði en við höf­um ekki skoðað það nógu vel. Það var fyr­ir­hugað að það færi maður frá okk­ur þangað seinna í sum­ar. Þetta kem­ur fyr­ir. Það eru ákveðin svæði sem eru ókönnuð.“

Snæ­björn Guðmunds­son, jarðfræðing­ur og stjórn­ar­maður í Ófeig, seg­ist hafa séð svipaða stein­gerv­inga áður. 

Hópurinn fann á bilinu 8-10 holur, en það var að …
Hóp­ur­inn fann á bil­inu 8-10 hol­ur, en það var að sögn Snæ­björns aðeins á ein­um stað. Ljós­mynd/​Snæ­björn Guðmunds­son

„Þetta er það sem kall­ast tjá­hol­ur eða trjá­bola­för. Þetta eru í raun­inni bara eins og hol­rými. Þetta ligg­ur í ákveðnum hraun­lög­um og þegar hraunið rann fyr­ir 10 millj­ón­um ára hef­ur verið stór skóg­ur þarna, allt öðru­vísi trjá­teg­und­ir en eru á Íslandi í dag, miklu suðlæg­ari teg­und­ir. Það hef­ur sem sagt hraun flætt yfir þenn­an skóg og tjá­bol­arn­ir fallið og hraunið um­lukið þá. Þá hafa þeir eyðst en hol­rýmið verið eft­ir,“ seg­ir Snæ­björn. 

Heima­menn létu vita

Snæ­björn seg­ir Ófeig hafa fengið ábend­ingu frá heima­mönn­um sem hafi vitað af stein­gerv­ing­un­um í nokk­urn tíma. 

„Eitt­hvað af þess­um hol­um hafa þeir þekkt lengi og þeir bentu okk­ur á þetta og lýstu því hvar þetta var þannig að við fór­um bara í leiðang­ur. 

„Þetta er ekki óal­gengt á Vest­fjörðum en það var ekki búið að lýsa þeim á þessu svæði eða segja frá þeim nein staðar. Það var ekk­ert sagt frá þeim í um­hverf­is­mati eða nein­um gögn­um frá virkj­un­araðilum. Nátt­úru­fræðistofn­un hef­ur tekið það fram að það væri ekki úti­lokað að svona fyr­ir­bæri væru þarna og núna hef­ur það komið í ljós,“ seg­ir Snæ­björn. 

Snæbjörn segist vita af allavega tveimur öðrum stöðum á svæðinu …
Snæ­björn seg­ist vita af alla­vega tveim­ur öðrum stöðum á svæðinu sem hóp­ur­inn komst ekki í að skoða. Ljós­mynd/​Snæ­björn Guðmunds­son

Snæ­björn seg­ir það gagn­rýni­vert að ekki hafi komið fram í um­hverf­is­mati Árnes­hrepp­ar að mögu­lega stein­gerv­inga væri að finna á svæðinu. 

„Það er auðvitað ábyrgðar­hluti að leggja í fram­kvæmd­irn­ar án þess að kanna þetta einu sinni. Það sem mér finnst mjög gagn­rýni­vert er að hafa yf­ir­höfuð látið þetta um­hverf­is­mat frá sér eins og það var. Það var eins og það hafi varla komið jarðfræðing­ur á svæðið.“

Stein­gerv­ing­ar friðaðir en veg­fram­kvæmd­ir ekki

Snæ­björn tek­ur und­ir með Jóni hvað varðar áhrif stein­gerv­ing­anna á Hvalár­virkj­un og seg­ir það þurfa að ráðast af ná­kvæmri staðsetn­ingu veg­ar og stein­gerv­inga. 

„Við vit­um auðvitað ekki ná­kvæm­lega hvar veg­lín­an ligg­ur, það eru ekki til nein ná­kvæm gögn. En ég myndi halda að það væru stein­gerv­ing­ar nokk­urn veg­in í veg­lín­unni. Það deili­skipu­lag sem samþykkt var í sum­ar af Árnes­hreppi ger­ir ráð fyr­ir veg­um upp á heiðina og sú veg­lína hitt­ir á heiðina þar sem stein­gerv­ing­ar eru. Hvort að hún hitt­ir ná­kvæm­lega á, það veit ég ekki, kannski er hægt að hliðra henni til,“ seg­ir Snæ­björn og bæt­ir við að stein­gerv­ing­ar eru friðaðir en veg­fram­kvæmd­ir ekki. 

„Þeir eru alfriðaðir. Það er al­veg ljóst að það megi ekki raska þeim og það er varla und­anþágu­heim­ild.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert