Íhuga hópmálsókn gegn FEB

Blokkin sem um ræðir samanstendur af 68 íbúðum fyrir eldri …
Blokkin sem um ræðir samanstendur af 68 íbúðum fyrir eldri borgara. FEB ætlar að funda með hverjum og einum kaupanda en einhverjir hafa gengist við hærra verði. Hinn kosturinn í stöðunni er að falla frá kaupunum. mbl.is/Árni Sæberg

Hópmálsókn er til skoðunar á hendur Félagi eldri borgara vegna hækkunar á verði 68 íbúða á vegum félagsins við afhendingu. Félagið hefur gefið út að vanáætlun fjármagnskostnaðar vegna lengri framkvæmdatíma sé ástæðan.

Sigurður Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, segir að sé kaupsamningur á þann veg að verð sé fast og ákveðið eigi seljandi að bera kostnaðaraukann.

Fólkinu „stillt upp við vegg“

Þannig er málum háttað í þessu tilfelli að sögn Georgs Andra Guðlaugssonar, lögfræðings, fasteignasala og tengdasonar hjóna sem keypt höfðu eign í húsinu, en hann telur FEB eiga að taka á sig hækkað verð sem getur hlaupið á fimm til sjö milljónum króna fyrir hverja íbúð, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Heimildir blaðsins herma að Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri FEB, og Þorbergur Halldórsson, formaður byggingarnefndar FEB, séu meðal kaupenda. Ellert B. Schram, formaður FEB, staðfesti þetta, en hann segir framkvæmdastjóra og nefndina hafa annast úthlutun íbúðanna. Ekki fengust upplýsingar um fyrirkomulag hennar í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert