Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér þriðja sætið á heimsleikunum í crossfit í Madison í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum rétt í þessu. Hann var þriðji í mark í síðustu æfingu dagsins. Þriðja sætið í kvennaflokki rann Katrínu Tönju Davíðsdóttur úr greipum í síðustu æfingunni þar sem hún kom níunda í mark.
Mathew Fraser frá Bandaríkjunum og Tia-Clair Toomey frá Ástralíu eru heimsmeistarar í karla- og kvennaflokki. Fraser var að sigra heimsleikanna í fjórða skiptið í röð og Toomey í þriðja skiptið í röð.
Þuríður Erla Helgadóttir hafnaði í 10. sæti. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2013 sem enginn íslensk kona nær verðlaunasæti.
Verðlaunaafhending hefst innan skammst og hægt er að fylgjast með henni í beinni útsendingu.
He was challenged, and for the fourth consecutive time, he rose above all. @MathewFras 🇺🇸 is the 2019 Reebok CrossFit Games Champion. pic.twitter.com/QMnpHAiCyI
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 4, 2019
We’re all just livin’ in Toomey’s time. @TiaToomey 🇦🇺 is the first three-time Fittest Woman on Earth. #CrossFitGames pic.twitter.com/MpWPUGCgFa
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 4, 2019