Brekkusöngur í Kópavogi

Sveinbjörn Grétarsson leiðir sönginn.
Sveinbjörn Grétarsson leiðir sönginn. mbl.is/Sigurður Bogi

Fjölmenni er nú statt við skemmtistaðinn Spot í Kópavogi hvar tekinn er brekkusöngur, að séríslenskum sið. Það er Sveinbjörn Grétarsson úr hljómsveitinni Greifunum sem leiðir sönginn. Lögin sem voru tekin í upphafi skemmtunar voru t.d. Vegbúinn og Eyjalagið Ég veit þú kemur.


Brekkusöngurinn á Spot byggir á nokkurra ára hefð og nýtur jafnan vinsælda. Þegar honum lýkur um miðnæturbil verður svo dansleikur á Spot inn í nóttina þar sem Greifarnir spila.

Í brekkunni er sungið hátt.
Í brekkunni er sungið hátt. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert