Ekki ráðlegt að afmá áletranir

Listamaðurinn Kevin Sudeith skar hin umdeildu verk út.
Listamaðurinn Kevin Sudeith skar hin umdeildu verk út. Ljósmynd/Kevin Sudeith

Afmáning áletrana í Stöðvarfirði myndi fela í sér „jafnmikið rask“ og áletranirnar hafa þegar valdið, að sögn Sigrúnar Ágústsdóttur, sviðsstjóra Umhverfisstofnunar.

„Í Helgafelli gátum við náð nokkurn veginn sömu ásýnd en við getum ekki náð því í svona kletti, þar sem búið er að höggva í klettinn,“ sagði hún.

Áletranir voru ólöglega ristar í kletta og náttúrumyndanir í Stöðvarfirði síðasta sumar. Bæjarráð Fjarðabyggðar fór þá út fyrir sitt valdsvið og gaf listamanninum Kevin Sudeith sérstakt leyfi fyrir verknaðinum, sem braut í bága við náttúruverndarlög.

Stórar áletranir og myndir af getnaðarlimum á Helgafelli voru fjarlægðar af fulltrúum Umhverfisstofnunar í júní síðastliðnum. Það mál er ólíkt áletrununum í Stöðvarfirði, til dæmis að því leyti að mun erfiðara gæti reynst að fjarlægja áletranirnar í Stöðvarfirði.

„Aðstæðurnar eru öðruvísi á Helgafelli. Þar eru jarðlögin þannig að það er hægt með bursta að ná þessu niður,“ sagði hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert