Fimm gista fangageymslur lögreglunnar á Akureyri og Dalvík eftir Fiskidaginn mikla en hátíðinni lauk í gærkvöldi. Í einu tilfelli var ráðist á lögregluþjón við handtöku.
Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Dalvík var erilsamt í gærkvöldi og nótt og í mörg horn að líta. Nokkuð var um pústra á milli manna en ekkert alvarlegt þó.
Tveir þeirra sem voru handteknir gista fangageymslur á Dalvík og þrír á Akureyri.
Ró var komin yfir bæinn um klukkan hálfsex, sex í morgun.
Enginn var tekinn grunaður um ölvunar- eða fíkniefnaakstur.