Montrúntur á dagskrá

Anna Sóley Albertsdóttir og Björk Linnet Haraldsdóttir með Önnu Árnadóttur, …
Anna Sóley Albertsdóttir og Björk Linnet Haraldsdóttir með Önnu Árnadóttur, ömmu sinni. mbl.is/RAX

Am­er­ísk­ir kagg­ar vekja gjarn­an at­hygli og hætta er á að menn snúi sig úr hálsliðnum þegar þeir sjá Önnu Árna­dótt­ur frá Sel­fossi aka um á forn­bíl sín­um frá Chrysler, DeSoto Firedome, ár­gerð 1958. „Þetta er eng­inn venju­leg­ur fák­ur,“ seg­ir hún stolt um sum­ar­bíl­inn, sem hún keypti á Ebay 2006.

Mik­ill bíla­áhugi hef­ur verið og er í fjöl­skyldu Önnu. „Afi minn, Arnþór Guðna­son, var snill­ing­ur í bílaviðgerðum og gerði við bíla alla tíð,“ seg­ir hún. Bæt­ir við að þegar hún var tólf ára hafi hún aðstoðað hann við að gera upp Pontiac Firebird 1968, sem bróðir henn­ar á núna.

„Afi keypti hann nýj­an og þar sem ég kunni eitt­hvað í ensku gat ég hjálpað hon­um að panta það sem vantaði, ný teppi og fleira. Ég lærði sér­stak­lega mikið um bíla vegna þess­ar­ar sam­vinnu. Ég ólst upp í bíl­skúrn­um, var orðin vön bíla­lykt­inni, bónaði og fékk að keyra hratt með afa, hrein­lega féll fyr­ir þess­um gömlu bíl­um.“

Bleik­ur Ca­dillac draum­ur­inn

Anna seg­ir að lengi hafi draum­ur­inn verið að eign­ast bleik­an Ca­dillac. Árni Valdi­mars­son, faðir henn­ar, hafi fylgst vel með fram­boði slíkra bíla á net­inu og eitt sinn hafi þau boðið í einn á eBay en orðið und­ir á síðustu stundu. Von­brigðin hafi verið mik­il og þau hafi látið kyrrt liggja um hríð.

Sjá viðtal við Önnu í heild á baksíðu  Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert