Segir Guðlaug Þór skorta rök

Kathrine Kleveland, leiðtogi samtakanna Nei til EU, vísar á bug …
Kathrine Kleveland, leiðtogi samtakanna Nei til EU, vísar á bug ásökunum um óeðlileg afskipti af umræðunni um þriðja orkupakkann. Ljósmynd/Nei til EU

„Mér finnst þetta sýna að ráðherr­ann skorti mik­il­væg og efn­is­leg rök um það hvaða áhrif ACER-málið (orkupakk­inn) mun hafa á Ísland. Ég hef aðra sýn [en ráðherr­ann] á það hvaða áhrif þetta get­ur haft á Íslandi, við erum ör­ugg­lega ekki al­veg sam­mála þar. Það hlýt­ur að vera leyfi­legt að segja það,“ seg­ir Kat­hrine Kleve­land, leiðtogi Nei til EU í Nor­egi (sam­taka gegn aðild að Evr­ópu­sam­band­inu), í sam­tali við mbl.is.

Til­efni orða Kleve­land eru ásak­an­ir Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra í kvöld­frétt­um RÚV í gær um að Nei til EU og norski miðflokk­ur­inn (Senterpartiet) hafi átt í óeðli­leg­um af­skipt­um af umræðu á Íslandi um inn­leiðingu þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Okk­ar sam­skipti við aðila á Íslandi hafa verið á grund­velli beiðna frá syst­ur­sam­tök­um okk­ar og þeim sem hafa haft áhuga á mál­inu á Íslandi. Við höf­um ekki haft frum­kvæði að því að eiga í þess­um sam­skipt­um og höf­um ekki ferðast til Íslands án þess að okk­ur hafi verið sér­stak­lega boðið,“ út­skýr­ir Kleve­land spurð um sam­skipt­in við ís­lenska aðila.

Ásak­an­ir á báða bóga

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Norðmenn eru sakaðir um af­skipti af umræðunni á Íslandi. Í viðtali Morg­un­blaðsins við ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, Ine Marie Erik­sen Sørei­de, í fyrra sagðist ráðherr­ann hafa greint ráðherr­um og alþing­is­mönn­um frá mik­il­vægi þess að orkupakk­inn verði hluti af samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið.

Í kjöl­farið sakaði  Sig­bjørn Gj­elsvik, þingmaður norska Miðflokks­ins, og sam­tök­in Nei til EU norska ráðherr­ann um að beita Ísland þrýst­ingi í mál­inu. Gj­elsvik sagði orð Erik­sen Sørei­de „forkast­an­leg“.

Taldi Guðlaug­ur Þór full­yrðing­ar Gj­elsvik og Nei til EU vera „und­ar­lega af­bök­un“ og að það hafi verið mis­skiln­ing­ur að norski ráðherr­ann hafi þrýst á Íslend­inga til þess að samþykkja þriðja orkupakk­ann.

Aðdá­un­ar­verður kraft­ur

Spurð um upp­lýs­ing­ar, sem Nei til EU hef­ur veitt ís­lensk­um syst­ur­sam­tök­um og öðrum Íslend­ing­um um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins, svar­ar Kleve­land að öll gögn sem Nei til EU hafi um málið séu öll­um aðgengi­leg á vef sam­tak­anna.

„Að sjálf­sögðu eru okk­ar upp­lýs­ing­ar um orku­sam­starf Evr­ópu­sam­bands­ins – um orkupakka þrjú og fjög­ur auk ACER [orku­stofn­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins] – aðgengi­leg­ar fyr­ir alla sem hafa áhuga. Við byggj­um okk­ar starf á gagn­sæi og lýðræði, þannig að hver sem er get­ur nýtt þess­ar upp­lýs­ing­ar. Við höf­um unnið mikið með þetta mál­efni í Nor­egi,“ seg­ir Kleve­land

Hún seg­ir Nei til EU sann­færð um að „ís­lenska þjóðin sjálf meti hvað sé Íslandi fyr­ir bestu og hvernig skal varðveita ís­lenska hags­muni“.

„Okk­ur þykir aðdá­un­ar­verður kraft­ur í her­ferðinni á Íslandi gegn ACER-mál­inu (orkupakk­an­um) og í því sam­hengi höf­um við ekki haft nein áhrif. Þarna hlýt­ur að vera um að ræða öfl­uga and­stöðu á Íslandi enda sýn­ir það hversu mik­il­vægt málið er fyr­ir hags­muni Íslands þegar slík­ur fjöldi fólks kem­ur að mál­inu,“ bæt­ir Kleve­land við.

„Vill ís­lenski ráðherr­ann ganga í Evr­ópu­sam­bandið?“

Nei til EU-leiðtog­inn bend­ir á að í Nor­egi hafi verið skýr meiri­hluti sem vildi hafna orkupakka þrjú, þrátt fyr­ir að Stórþingið samþykkti inn­leiðingu hans.

„Bæði Nor­eg­ur og Ísland hafa ákveðið að standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins og þá vil ég meina að bæði lönd­in hafa sam­eig­in­lega hags­muni af því að hafna valda­framsali til ESB. Þetta mál snýst um af­sal full­veld­is,“ seg­ir Kleve­land sem bend­ir á að það sé hlut­verk sam­tak­anna að vinna gegn full­veld­is­framsali til Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Í Nor­egi höf­um við for­sæt­is­ráðherra sem vill aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Hún hef­ur tjáð sig um ís­lensk stjórn­mál og greini­lega – sam­kvæmt þessu (ásök­un­um Guðlaugs Þórs) – vill hún hafa áhrif á ís­lensk yf­ir­völd. Ég get nú spurt, er það svo að þessi ís­lenski ráðherra vilji einnig ganga í Evr­ópu­sam­bandið? Það veit ég ekk­ert um.“

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, ut­an­rík­is­ráðherra Íslands. Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert