Stefnir ótrauð á nýtt WOW

Michelle Ballarin hefur ekki gefist upp á kaupum á WOW …
Michelle Ballarin hefur ekki gefist upp á kaupum á WOW air. Stefnt er að því að ganga frá kaupsamningi á eignum þrotabúsins á næstu dögum og endurreisa flugfélagið undir sama nafni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Banda­ríska at­hafna­kon­an Michele Ball­ar­in stefn­ir ótrauð á að end­ur­vekja flug­fé­lagið WOW air und­ir sama nafni. Hún er stödd hér á landi í því skyni að ná samn­ing­um við skipta­stjóra þrota­bús flug­fé­lags­ins um kaup á flest­um eign­um í bú­inu.

Gunn­ar Steinn Páls­son al­manna­teng­ill er tengiliður Ball­ar­in hér á landi. Í sam­tali við mbl.is seg­ist hann telja að tölu­verð viðskipta­vild fel­ist í vörumerk­inu WOW, sem hafi mikla út­breiðslu vest­an­hafs og sé jafn­vel þekkt­ara en Icelanda­ir. Vissu­lega hafi það þó beðið skaða við gjaldþrotið og til sé fólk sem aldrei muni kaupa sér farmiða með end­ur­reistu fé­lag­inu. Eft­ir standi þó að millj­ón­ir þekki fé­lagið af ódýr­um flug­ferðum og stefnt sé að því að reka WOW air áfram í þeirri mynd. Þá fylgi metnaðarfullt bók­un­ar­kerfi WOW air og fleiri for­rit með í kaup­un­um.

WOW-nafnið er vel þekkt og í því felst viðskiptavildin, að …
WOW-nafnið er vel þekkt og í því felst viðskipta­vild­in, að sögn Gunn­ars Steins, tals­manns Ball­ar­in. mbl.is/​Hari

Fyrra sam­komu­lag fór út um þúfur

Sam­komu­lag hafði í síðasta mánuði náðst um kaup Ball­ar­in á fé­lag­inu. Í ít­ar­legu viðtali við ViðskiptaMogg­ann lýsti Ball­ar­in áform­um sín­um, þar sem hún sagði meðal ann­ars að hún þyrfti ekki á láns­fé að halda, held­ur væri full­fjár­mögnuð. Þá virðist hún hafa hug­mynd­ir um að fyr­ir­tækið komi að stofn­un sér­staks verka­lýðsfé­lags fyr­ir starfs­menn sína, sem hún sér senni­lega fyr­ir sér að yrði ófull­b­urða og und­ir hæl fyr­ir­tæk­is­ins, í því skyni að ná niður kostnaði.

Þrem­ur dög­um síðar var greint frá því að skipta­stjórn WOW air hefði rift kaup­samn­ingi við Ball­ar­in, og ástæðan sögð að „sí­end­ur­tekið hafi dreg­ist að inna af hendi fyrstu greiðslu sam­kvæmt kaup­samn­ingi“.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er því nú haldið fram að ástæða þess hafi ekki verið fjár­hags­vand­ræði, held­ur hafi ekki tek­ist að koma sölu­vör­unni, sem mest­megn­is eru hin ýmsu kerfi, á það form að kaup­and­inn gæti vitað al­menni­lega hvað í þeim fæl­ist. Af þeim sök­um hafi Ball­ar­in ekki viljað inna fyrstu greiðslu af hendi. Nú virðist sem Ball­ar­in hafi kom­ist að því hvað sé í sekkn­um, og stefnt sé að því að ganga end­an­lega frá kaup­um á allra næstu dög­um.

Erfitt með að greina raun­veru­leik­ann frá ímynd­un

Nokkuð hef­ur verið rætt um vafa­sama viðskipta­sögu Ball­ar­in, sem hef­ur komið víða við á viðburðarík­um ferli. Hef­ur hún meðal ann­ars verið til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum fyr­ir að hafa reynt að vera lausn­ar­gjaldsmiðlari þegar sjó­ræn­ingj­ar und­an strönd­um Sómal­íu tóku skip og áhafn­ir í gísl­ingu. Fram kem­ur í um­fjöll­un Washingt­on Post um Ball­ar­in að hún hafi haft há­leit­ar hug­mynd­ir um hvernig koma mætti á friði í land­inu.

Þá seg­ir í um­fjöll­un tíma­rits­ins For­eign Policy um æv­in­týri Ball­ar­in að hún hafi ít­rekað reynt að gera samn­inga við hernaðar­yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um og meðal ann­ars ráðið fyrr­ver­andi her­menn og leyniþjón­ust­u­starfs­menn í því skyni að ná fund­um með æðstu emb­ætt­is­mönn­um þjóðarör­ygg­is­mála vest­an­hafs, sem vilji ekk­ert með hana hafa.

Hef­ur Washingt­on Post eft­ir Geoff Whit­ing, fyrr­ver­andi starfs­manni leyniþjón­ust­unn­ar, sem starfaði með Ball­ar­in um tíma að hún ætti erfitt með að greina á milli raun­veru­leik­ans og þess ímyndaða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert