Utanríkismálanefnd fundar um orkupakkann

Af síðasta fundi utanríkismálanefndar um orkupakkann fyrir þinglok.
Af síðasta fundi utanríkismálanefndar um orkupakkann fyrir þinglok. mbl.is/​Hari

Fundur er hafinn í utanríkismálanefnd Alþingis um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, sem sagt þriðja orkupakkann.

Gestir fundarins hafa flestir komið áður fyrir utanríkismálanefnd eða þá atvinnuveganefnd. Aðrir hafa tjáð sig nokkuð um hann í opinberri umræðu. Þeir eru Hilmar Gunnlaugsson lögmaður, Margrét Einarsdóttir lögmaður, Arnar Þór Jónsson dómari, Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði og Skúli Magnússon dómari.

Farið verður yfir lagaleg álitamál í tengslum við samþykkt orkupakkans á fundinum. Í samkomulagi um þinglok var kveðið á um að fundað yrði áfram um málið í utanríkismálanefnd. Svo verður orkupakkinn ræddur á þingstubbi í águst og að líkindum afgreiddur endanlega. 

Skúli Magnússon dómari hefur áður mætt fyrir utanríkismálanefnd vegna málsins.
Skúli Magnússon dómari hefur áður mætt fyrir utanríkismálanefnd vegna málsins. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert