Fönnin á Oki á Kaldadal er á stöðugu undanhaldi

Jökullinn OK er að hverfa.
Jökullinn OK er að hverfa. mbl.is/RAX

Fönn­in á Oki á Kalda­dal í Borg­ar­f­irði minnk­ar stöðugt, eins og sást þegar ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins flaug þar yfir í vik­unni.

Lengi tald­ist Ok vera minnsti jök­ull lands­ins, en sú skil­grein­ing féll úr gildi þegar snjór­inn hætti að falla und­an eig­in fargi. Jök­ull­inn hvarf og nú segja vís­inda­menn að all­ir jökl­ar lands­ins gætu verið horfn­ir eft­ir 200 ár. Sú staðhæf­ing er byggð á lík­inda­reikn­ing­um sem meðal ann­ars byggj­ast á þeirri for­sendu að hita­stig á land­inu hækki um tvær gráður á öld.

Á morg­un, sunnu­dag, verður við Ok af­hjúpaður minn­ing­ar­skjöld­ur um jök­ul­inn sem hvarf. Að því standa vís­inda­menn frá Texas í Banda­ríkj­un­um og hef­ur fram­tak þeirra og sag­an af Ok­inu vakið at­hygli víða um ver­öld, að því  er seg­ir í um­fjöll­un um hvarf Oks í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert