Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

Óli Björn segir afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna til þess fjölmiðlafrumvarps sem …
Óli Björn segir afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna til þess fjölmiðlafrumvarps sem mennta- og menningarmálaráðherra lagði fram í maí hafa verið þá að það væri ekki hægt að gera umhverfi einkarekinna miðla „sæmilega heilbrigt“ nema RÚV færi alfarið út af auglýsingamarkaði. mbl.is/Eggert

„Ein af for­send­um þess að hér sé hægt að skapa eitt­hvert eðli­legt rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir sjálf­stæða fjöl­miðla er að taka RÚV af aug­lýs­inga­markaði, draga úr starf­semi Rík­is­út­varps­ins á sam­keppn­ismarkaði al­mennt og leyfa einkaaðilum að keppa á ein­hverj­um þeim grunni sem nálg­ast það að vera jafn­ræðis­grunn­ur,“ seg­ir Óli Björn Kára­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Lilja D. Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra sagði í viðtali við Morg­un­blaðið á föstu­dag að það væri í und­ir­bún­ingi að RÚV hyrfi af aug­lýs­inga­markaði og fengi í staðinn aukna styrki.

Óli Björn seg­ir að hon­um lít­ist mjög vel á það fyrra, en hið síðara sé í raun önn­ur umræða, hvort „bæta“ þurfi RÚV tekjum­issinn, en stofn­un­in afl­ar nú tæp­um 2 millj­örðum króna ár­lega með sölu aug­lýs­inga. Hann seg­ir það mögu­lega skyn­sam­legt að leggja út­varps­gjaldið niður og setja RÚV al­farið á fjár­lög.

„Það kann líka að vera að það sé skyn­sam­legt í þessu sam­hengi að við leggj­um niður út­varps­gjaldið, sem lagt er á alla ein­stak­linga sem eru 16 ára og eldri, utan ellíf­eyr­isþega, og öll fyr­ir­tæki þurfa að borga. Það er þá miklu skyn­sam­legra að Rík­is­út­varpið sé á hrein­um fjár­lög­um og þá geta menn markað stefnu Rík­is­út­varps­ins til lengri tíma í fjár­mála­áætl­un líkt og gert er með önn­ur rík­is­fyr­ir­tæki,“ seg­ir Óli Björn.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kára­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Eggert

Hann seg­ir að sú stefna hljóti að miðast að því að tryggja eðli­lega starf­semi RÚV og „ef menn á að annað borð telja að það sé nauðsyn­legt að reka Rík­is­út­varpið“ verði þá gert ráð fyr­ir því í fjár­lög­um með eðli­leg­um fjár­fram­lög­um.

Vill koma bönd­um á sam­keppn­is­rekst­ur rík­is­ins

Allt seg­ir Óli Björn þetta snú­ast um að búa til heil­brigt rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir einka­rekna fjöl­miðla, en raun­ar seg­ir hann að þessi umræða nái út fyr­ir fjöl­miðlag­eir­ann.

„Þú get­ur auðvitað fært umræðuna yfir á aðra markaði í sam­fé­lag­inu, því það er al­veg ljóst að það eru fleiri rík­is­fyr­ir­tæki, […] fleiri op­in­ber hluta­fé­lög, sem hafa nýtt sér öll þau tæki­færi sem þau hafa fengið til að ræðast inn á markaði í sam­keppni við einka­fyr­ir­tæki. Þessu verður að breyta, það verður að koma bönd­um á þenn­an sam­keppn­is­rekst­ur rík­is­ins, ekki bara á fjöl­miðlamarkaði,“ seg­ir þingmaður­inn.

Finnst þér RÚV ganga inn á svið sem það á ekki að sinna?

„Já, þeir eru til dæm­is komn­ir í sam­keppni við kvik­mynda­gerðar­menn varðandi tækjaleigu og annað slíkt. Það er auðvitað galið,“ seg­ir Óli Björn. Hann bæt­ir því við að svo sé það annað mál, sem ræða þurfi eft­ir að RÚV er farið af aug­lýs­inga­markaði, hvort ríkið eigi yfir höfuð að reka fjöl­miðil.

„Ef við erum sam­mála um það, þá eig­um við eft­ir að taka ákvörðun um það hvers­kon­ar fjöl­miðill er þetta. Er þetta fjöl­miðill sem er að huga helst að frétta­tengdu efni, menn­ingu lands og þjóðar og sé á þeim vett­vangi, en kannski ekki í létt­meti frá Banda­ríkj­un­um eða ein­hversstaðar ann­arsstaðar frá,“ seg­ir Óli Björn.

Hann seg­ir af­stöðu þing­flokks sjálf­stæðismanna til þess fjöl­miðlafrum­varps sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra lagði fram í maí hafa verið þá að það væri ekki hægt að gera um­hverfi einka­rek­inna miðla „sæmi­lega heil­brigt“ nema RÚV færi al­farið út af aug­lýs­inga­markaði.

„Það er ein­dreg­in skoðun allra þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins og þau skila­boð liggja á borði allra sem til máls­ins þekkja,“ seg­ir Óli Björn og bæt­ir við að það sé „allt önn­ur umræða hvernig eigi að „bæta“ Rík­is­út­varp­inu upp það tekjutap.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert