FEB leysir til sín íbúðirnar

Fjölbýlishús Félags eldri borgara við Árskóga 1-3.
Fjölbýlishús Félags eldri borgara við Árskóga 1-3. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Fé­lags eldri borg­ara ákvað á fundi sín­um í dag að virkja sér­stakt kauprétt­ar­á­kvæði í lóðal­eigu­samn­ingi sem kveðið er á um í kaup­samn­ing­um vegna íbúðanna sem fé­lagið reis­ir í Árskóg­um.

Fé­lagið hef­ur til­kynnt kaup­end­um tveggja íbúða, sem höfðað hafa mál á hend­ur fé­lag­inu, að fé­lagið hygg­ist að óbreyttu nýta kauprétt sinn og leysa til sín íbúðirn­ar sem deilt er um. Í ákvæðinu kem­ur fram að það skuli gert á sama verði og fram kem­ur í kaup­samn­ingn­um, að viðbætt­um verðbót­um.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Fé­lagið hef­ur aflað ut­anaðkom­andi lög­fræðiálits frá Ragn­ari H. Hall lög­manni. Í áliti hans er tekið und­ir sjón­ar­mið fé­lags­ins um að þessi leið sé fær.

„Að sjálf­sögðu mun þess­um tveim­ur aðilum, sem hafa höfðað mál, áfram bjóðast að kaupa á sama verði og aðrir, vilji þau það. Stjórn­in samþykkti að veita þeim frest fram á miðjan dag á morg­un til að taka sína ákvörðun. Það er auðvitað ekki skemmti­legt, ef til þess kem­ur, að fé­lagið þurfi að beita kauprétti sín­um gagn­vart þessu fólki og við vilj­um forðast það í lengstu lög,” seg­ir Sig­ríður Snæ­björns­dótt­ir, vara­formaður Fé­lags eldri borg­ara, í til­kynn­ing­unni.

„Hins veg­ar hef­ur fé­lagið þenn­an rétt og kvaðir, eins og þessi, eru vel þekkt­ar í hús­um sem byggð eru fyr­ir af­markaða hópa. Kaup­end­ur íbúða í Árskóg­um sem hafa samþykkt sátta­boð fé­lags­ins, eða gera það síðar, fá sín­ar íbúðir af­hent­ar. Þær verða áfram keypt­ar á mjög góðu verði, verði sem er nokkuð minna en kostaði að reisa þær. Það er smá bót í máli,” seg­ir hún.

Grein­ar­gerð um ákvörðun stjórn­ar FEB

„Stjórn fé­lags­ins hef­ur leitað allra leiða til að ná sátt­um en það hef­ur ekki fylli­lega dugað til. Þessi leið sem farið er ekki sárs­auka­laus fyr­ir kaup­end­ur en hún er tal­in óhjá­kvæmi­leg í þeirri stöðu sem upp er kom­in í mál­efn­um Árskóga. Stjórn fé­lags­ins tel­ur sér skylt að leita allra leiða til að tryggja hags­muni fé­lags­ins og viðskipta­manna þess, enda er slíkt for­senda greiðslu­hæfi Fé­lags eldri borg­ara og þess að fé­lags­starfið geti áfram þró­ast með eðli­leg­um hætti. Stjórn­in tel­ur sig ekki geta samþykkt kröf­ur ein­stakra íbúðakaup­enda um að þeir fái íbúðir af­hent­ar nú þegar án þess að samið verði um breyt­ing­ar á greiðslu­skil­mál­um eins og fé­lagið hef­ur farið fram á.

Til að fyr­ir­byggja mis­skiln­ing er mik­il­vægt að fram komi að fé­lagið mun ekki nýta kauprétt gagn­vart þeim sem und­ir­ritað hafa skil­mála­breyt­ingu við kaup­samn­ing, enda hef­ur stjórn fé­lags­ins lýst því yfir að hún muni falla frá þess­ari kvöð þegar samið hef­ur verið um breyt­ingu á kaup­verði viðkom­andi fast­eign­ar.

Fé­lagið hélt áfram að funda með kaup­end­um í dag. Þrír þeirra skrifuðu und­ir að reiða fram viðbót­ar­greiðslu. Alls er þá búið að ræða við 51 af 65 kaup­end­um. 32 hafa samþykkt skil­mála­breyt­ing­una en tveir hafa leitað til dóm­stóla. Enn á eft­ir að ræða við 14 kaup­end­ur.

Loka­úr­ræði til að ljúka mál­inu

Ákvörðun um nýt­ingu kauprétt­ar­ins er þátt­ur í aðgerðum stjórn­ar sem ætlað er að tryggja áfram­hald­andi rekst­ur fé­lags­ins og há­marka verðmæti allra hlutaðeig­andi. Er það mat stjórn­ar að ekki fá­ist betri niðurstaða í málið.

Þeir sem hafa þegar skrifað und­ir skil­mála­breyt­ingu eða gera það í fram­hald­inu halda áfram sín­um íbúðum. Þeir njóta áfram af­slátt­ar­ins sem búið var að gefa út að gef­inn yrði af fullu kostnaðar­verði íbúðanna.

Þá ligg­ur fyr­ir að þing­hald vegna fyr­ir­liggj­andi inn­setn­ing­ar­gerða verður miðviku­dag­inn 21. ág­úst nk. þar sem lögmaður fé­lags­ins mun leggja fram grein­ar­gerð fé­lags­ins. Í grein­ar­gerðinni verður m.a. óskað þess að inn­setn­ing­ar­gerðum verði vísað frá þar sem gerðarbeiðandi eigi ekki, eft­ir nýt­ingu kauprétt­ar­ins, lögv­arða hags­muni af inn­setn­ing­ar­gerðinni. Tel­ur stjórn því afar mik­il­vægt að kauprétt­ur­inn sé nýtt­ur vegna þess­ara tveggja íbúða áður en þing­haldið fer fram.

Loks ligg­ur fyr­ir að fé­lagið er með staðfesta fjár­mögn­un vegna þess­ara kaupa á grund­velli kauprétt­ar­heim­ild­ar í lóðarleigu­samn­ing­un­um.

Nán­ar um kauprétt­ar­á­kvæðið

Í kaup­samn­ingi fé­lags­ins við kaup­end­ur að íbúðum í Árskóg­um er til­greind kvöð sam­kvæmt þing­lýstu skjali nr. 411-B-009138/​2016. Þetta skjal er lóðal­eigu­samn­ing­ur milli FEB og Reykja­vík­ur­borg­ar frá 10. ág­úst 2016. Í kaup­samn­ingn­um er tekið fram að aðilar samn­ings­ins skrifi und­ir að þeir hafi kynnt sér efni skjals­ins og geri eng­ar at­huga­semd­ir við þá lýs­ingu sem þar kem­ur fram. Þá var af­rit lóðarleigu­samn­ings­ins hluti af fylgiskjöl­um með kaup­samn­ingn­um.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert