Ráðherrarnir streyma til landsins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, við Hellisheiðarvirkjun í hádeginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, velkominn til landsins skömmu fyrir hádegi í dag. Löfven lét þó bíða örlítið eftir sér, en formlegri dagskrá seinkaði um hálftíma eða svo. 

Tekið var á móti Löfven við Hellisheiðarvirkjum, þar sem ráðherrarnir og fylgdarlið fengu kynningu frá Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, á starfsemi virkjunarinnar sem og þeim tækifærum sem felast í nýtingu jarðvarma til húshitunar og rafmagnsframleiðslu.

Löfven er staddur hér á landi í tilefni af árlegum …
Löfven er staddur hér á landi í tilefni af árlegum sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Fundurinn fer fram á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Létt var yfir hópnum sem var saman kominn við virkjunina. Katrín heilsaði ráðherranum á sænsku og Bjarni ávarpaði ráðherrana sömuleiðis á sænsku. 

Að heimsókn lokinni var farið í Hveragerði þar sem ráðherrarnir áttu fund. Þar ræddu þau formennskuáætlun Íslands í Norðurskautsráðinu, stjórnmálaástandið í löndunum, þróun efnahagsmála, Evrópusamvinnu, kjarnorkuafvopnun og aðgerðir í loftslagsmálum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu

Löfven er staddur á Íslandi í tilefni af sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Ráðherrarnir eru væntanlegir til landsins í dag og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður sérstakur gestur fundarins, sem fram fer á morgun. Merkel mun funda eins­lega með Katrínu á Þing­völl­um síðar í dag. 

Tekið var á móti Löfven við Hellisheiðarvirkjum, þar sem ráðherrarnir …
Tekið var á móti Löfven við Hellisheiðarvirkjum, þar sem ráðherrarnir og fylgdarlið fengu kynningu frá Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, á starfsemi virkjunarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, fengu leiðsögn …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, fengu leiðsögn um Hellisheiðarvirkjun í hádeginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Veitna.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Eiríki Hjálmarssyni, upplýsingafulltrúa Veitna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kynnti starfsemi virkjunarinnar fyrir ráðherrunum.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, kynnti starfsemi virkjunarinnar fyrir ráðherrunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka