Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Við fórum á staðinn og könnuðum málið.
Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni og einungis þremur sekúndum síðar var hann kominn út á veginn.
Vegfarandi sem fór um þessar slóðir nýlega segir að litlu hefði mátt muna að slys hefði orðið við svipaðar aðstæður en mikið af börnum er á svæðinu.
Í myndskeiðinu sést betur hversu hátt grasið er orðið á svæðinu en um er að ræða gangbraut stutt frá hringtorginu við Korpúlfstaðaveg.