Taka af öll tvímæli í bréfi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Thors

Friðrik Árni Friðriks­son Hirst lands­rétt­ar­lögmaður og Stefán Már Stef­áns­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, taka af öll tví­mæli um að nauðsyn­leg­ir fyr­ir­var­ar við inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans hafi verið sett­ir fram nógu skil­merki­lega í bréfi sem þeir sendu ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is síðdeg­is í dag.

Þetta seg­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar, sem hef­ur sent fjöl­miðlum bréfið.

„Í um­fjöll­un um fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar um þriðja orkupakk­ann í dag hef­ur verið látið að því liggja að þeir Friðrik Árni Friðriks­son Hirst og Stefán Már Stef­áns­son telji að nauðsyn­leg­ir fyr­ir­var­ar Íslands við inn­leiðing­una séu ekki sett­ir fram nógu skil­merki­lega. Þeir sendu ut­an­rík­is­mála­nefnd bréf síðdeg­is í dag þar sem þeir taka af öll tví­mæli um þetta,” skrif­ar Áslaug Arna á Face­book-síðu sína.

„Í bréf­inu segja þeir að þegar frum­vörp, grein­ar­gerðir og önn­ur gögn máls­ins séu les­in sam­an sé niðurstaða þeirra sú „að fyr­ir­vör­un­um sé þar rétti­lega haldið til haga”. Ég tel já­kvætt og þýðing­ar­mikið að fá þetta fram enda lýsti einn nefnd­armaður þeirri skoðun eft­ir funda­höld dags­ins að þetta til­tekna atriði væri enn ósvarað varðandi þriðja orkupakk­ann. Því hef­ur nú verið svarað,” skrif­ar hún.”

Bréfið í heild sinni:

„Eins og fram kom hjá okk­ur á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í dag telj­um við mik­il­vægt að fyr­ir­var­ar Íslands, við upp­töku og inn­leiðingu EES-gerða sam­kvæmt ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar frá 5. maí 2017, séu sett­ir fram með skýr­um hætti, þ.e. fyr­ir­var­ar um stjórn­ar­skrá og um for­ræði Íslands á lagn­ingu sæ­strengs.

Séu fyr­ir­liggj­andi skjöl les­in sam­an, þ.e.a.s. þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­ráðherra og þings­álykt­un­ar­til­laga ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, auk laga­frum­varpa hins síðar­nefnda, ásamt grein­ar­gerðum og öðrum gögn­um, telj­um við að fyr­ir­vör­un­um sé þar rétti­lega haldið til haga.

Þannig seg­ir í 2. kafla grein­ar­gerðar með þings­álykt­un­ar­til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra:

„Lagt er til að Alþingi heim­ili rík­is­stjórn­inni að staðfesta fyr­ir Íslands hönd um­rædda ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar um upp­töku þriðja orkupakk­ans í EES-samn­ing­inn á þeirri for­sendu að eng­in grunn­virki yfir landa­mæri eru nú fyr­ir hendi á Íslandi sem gera mögu­legt að flytja raf­orku á milli Íslands og orku­markaðar ESB. Ákvæði þriðja orkupakka ESB um slík grunn­virki, þar á meðal í reglu­gerð (EB) nr. 713/​2009 um að koma á fót Sam­starfs­stofn­un eft­ir­litsaðila á orku­markaði, eiga því ekki við og hafa ekki raun­hæfa þýðingu hér á landi að óbreyttu.

Verði þessi til­laga samþykkt verður reglu­gerð (EB) nr. 713/​2009 inn­leidd í ís­lensk­an rétt með hefðbundn­um hætti en með laga­leg­um fyr­ir­vara um að grunn­virki sem gera mögu­legt að flytja raf­orku milli Íslands og orku­markaðar ESB verði ekki reist eða áætluð nema að und­an­geng­inni end­ur­skoðun á laga­grund­velli reglu­gerðar­inn­ar og komi ákvæði henn­ar sem varða teng­ing­ar yfir landa­mæri ekki til fram­kvæmda fyrr en að þeirri end­ur­skoðun lok­inni. Þá verði jafn­framt tekið enn frek­ar og sér­stak­lega til skoðunar á vett­vangi Alþing­is hvort inn­leiðing henn­ar við þær aðstæður sam­ræm­ist ís­lenskri stjórn­ar­skrá.“

Þá kem­ur fram í þings­álykt­un­ar­til­lögu ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra:

„... Ekki verður ráðist í teng­ingu raf­orku­kerf­is lands­ins við raf­orku­kerfi ann­ars lands í gegn­um sæ­streng nema að und­an­gengnu samþykki Alþing­is. ...“

 Þar að auki seg­ir í 3. gr. í drög­um að reglu­gerð um inn­leiðingu á reglu­gerð Evr­ópuþings­ins og ráðsins (EB) nr. 713/​2009 frá 13. júlí 2009 um að koma á fót Sam­starfs­stofn­un eft­ir­litsaðila á orku­markaði, sem fyr­ir ligg­ur á þingskjali 1555:

„Þar sem ís­lenska raf­orku­kerfið er ekki tengt raf­orku­kerfi ann­ars lands, með grunn­virkj­um yfir landa­mæri, koma ákvæði reglu­gerðar Evr­ópuþings­ins og ráðsins (EB) nr. 713/​2009 sem varða raf­orku­teng­ing­ar milli landa ekki til fram­kvæmda á Íslandi á meðan slíkri teng­ingu hef­ur ekki verið komið á.

Grunn­virki sem gera mögu­legt að flytja raf­orku milli Íslands og orku­markaðar ESB verða ekki reist nema að und­an­gengnu samþykki Alþing­is og end­ur­skoðun á stjórn­skipu­leg­um laga­grund­velli reglu­gerðar­inn­ar.“

Við göng­um út frá því að fyr­ir­var­ar Íslands sam­kvæmt fram­an­sögðu séu skil­merki­lega kynnt­ir viðeig­andi aðilum að EES-samn­ingn­um með form­leg­um hætti verði um­rædd þing­mál samþykkt á Alþingi.“

 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka