Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?

Kjarnaskógur á Akureyri.
Kjarnaskógur á Akureyri. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

Ein­ar Sig­tryggs­son, mennta­skóla­kenn­ari á Ak­ur­eyri, hef­ur á síðustu fjór­um vik­um nán­ast fyllt 20 lítra fötu af tyggjók­less­um sem hann tín­ir upp af göngu­stígn­um í Kjarna­skógi á Ak­ur­eyri. 

Alls munu kless­urn­ar vera 9.446 tals­ins, að því er kem­ur fram á Face­book-síðu blaðamanns­ins Skapta Hall­gríms­son­ar, sem ræddi við Ein­ar, sem kenn­ir stærðfræði, stjörnu­fræði og nátt­úru­læsi við MA. Áhugi hans á töl­um út­skýr­ir því vænt­an­lega þessa ít­ar­legu tyggjók­lessutaln­ingu hans. 

Nær allt er þetta nikó­tín­tyggjó og tel­ur Ein­ar ein­hvern gera sér það að leik að dreifa því á göngu­stíg­inn. „Viðkom­andi hlýt­ur að tyggja þetta yfir dag­inn og geyma í bréf­inu en kem­ur svo og dreif­ir tyggjó­inu á stíg­inn, spjöld­in eru hins veg­ar sam­visku­sam­lega sett í rusladall­ana,“ seg­ir hann.

Einar Sigtryggsson með fötuna.
Ein­ar Sig­tryggs­son með föt­una. Ljós­mynd/​Skapti Hall­gríms­son

„Þetta byrjaði þannig að við fjór­um í hjóltúr á fimmtu­degi og enduðum á því að fara hring­inn á göngu­stígn­um í Kjarna. Mér blöskraði hve mikið tyggjó var á stígn­um svo ég fór dag­inn eft­ir og byrjaði að tína, þurfti fjór­ar ferðir og tíndi um 8.000 kless­ur. Síðan hafa því bæst við um 1500, nýtuggn­ar og fersk­ar kless­ur,” bæt­ir hann við.

Ein­ar seg­ist vita um fleira fólk sem of­bjóði ástandið og hafi tínt tölu­vert upp af stígn­um og seg­ir uppá­tækið ótrú­legt. Um ein­beitt­an brota­vilja sé að ræða og nán­ast skipu­lagða glæp­a­starf­semi.

Ein­ar stefn­ir að því að ná 10 þúsund­ustu tyggjók­less­unni fyr­ir af­mælið sitt á laug­ar­dag­inn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert