Forgangsraðað í þágu loftslagsins

Angela Merkel og Katrín Jakobsdóttir eftir fund norrænu ráðherranna og …
Angela Merkel og Katrín Jakobsdóttir eftir fund norrænu ráðherranna og kanslara Þýskalands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðgerðir í loftslagsmálum voru í brennidepli í umræðum á fundi forsætisráðherra Norðurlandaríkjanna í Reykjavík.

Í nýrri framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar að ráðherrarnir kemur fram skýr vilji til þess að gera norrænt samstarf áhrifaríkara, en unnið hefur verið að því að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og best samþætta svæði heims á árunum fram til 2030.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var sérstakur gestur á fundi forsætisráðherranna sem fram fór í Viðey. Í ávarpi á blaðamannafundi sagði Merkel það mikilvægt að allir legðu sitt af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Nefndi hún meðal annars hvarf jökulsins Oks sem dæmi um mikilvægi þess að ráðast í miklar aðgerðir.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra  það gefa slíkum fundum meiri vídd að fá kanslara Þýskalands til að hitta leiðtoga Norðurlandaríkjanna og fá Þýskaland inn í þetta samstarf. Það væri ekki síst mikilvægt í ljósi þess hversu stórar áskoranirnar væru.

Áskoranir verði teknar alvarlega

Forsætisráðherrarnir segja í framtíðarsýninni að taka verði alvarlega þær áskoranir sem jörðin standi frammi fyrir og áhyggjur af loftslagsmálum sem ekki síst komi fram hjá ungu fólki. „Norrænu löndin eiga möguleika á því að taka alþjóðlega forystu í loftslagsmálum og við erum reiðubúin að gegna því hlutverki,“ er haft eftir Katrínu í fréttatilkynningu Norrænu ráðherranefndarinnar, en hún var fundarstjóri.

Forsætisráðherrarnir lögðu áherslu á að allir hlutar norræna samstarfsins yrðu að laga sig að nýrri og skýrari forgangsröðun til þess að Norðurlandaríkin næðu markmiðum sínum um að svæðið yrði grænna, samkeppnishæfara og rekið með félagslega og menningarlega sjálfbærari hætti en verið hefur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka