„Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af því hvernig enskuáhrifin eru yfirgnæfandi. Maður sér þess víða merki, til dæmis í töluðu máli og í skrifum fólks á netinu. Heilu setningarnar og frasarnir hafa ruðst inn í málið; má þar nefna orð sem notuð eru í daglegu tali, svo sem „actually“ og „basically“, án þess að nokkur þörf sé á því.“
Þetta segir Þórarinn Eldjárn rithöfundur í samtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem út kom í dag, en hann hefur áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu.
Að dómi Þórarins eru vísbendingar um að Ísland sé að verða tvítyngt land.