Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Það sem af er degi hefur mesti vindur á láglendi …
Það sem af er degi hefur mesti vindur á láglendi mælst á Stórhöfða í Vestmannaeyjum.

Ófært er orðið í Land­eyja­höfn vegna veðurs og sigl­ir gamli Herjólf­ur því til Þor­láks­hafn­ar það sem eft­ir er dags.

Gul viðvör­un er í gildi á land­inu sunn­an- og suðvest­an­verðu, sem og á miðhá­lend­inu, og má bú­ast við vind­hviðum allt að 30 m/​s, einkum við fjöll, svo sem und­ir Eyja­fjöll­um.

Það sem af er degi hef­ur mesti vind­ur á lág­lendi mælst á Stór­höfða í Vest­manna­eyj­um, 17,8 m/​s. Í Kerl­ing­ar­fjöll­um hef­ur vind­ur mest mælst 29,9 m/​s. Bú­ast má við að hvessi enn frek­ar þegar líður á dag­inn og fylg­ir því tals­verð úr­koma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka