Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Það sem af er degi hefur mesti vindur á láglendi …
Það sem af er degi hefur mesti vindur á láglendi mælst á Stórhöfða í Vestmannaeyjum.

Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.

Gul viðvörun er í gildi á landinu sunnan- og suðvestanverðu, sem og á miðhálendinu, og má búast við vindhviðum allt að 30 m/s, einkum við fjöll, svo sem undir Eyjafjöllum.

Það sem af er degi hefur mesti vindur á láglendi mælst á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, 17,8 m/s. Í Kerlingarfjöllum hefur vindur mest mælst 29,9 m/s. Búast má við að hvessi enn frekar þegar líður á daginn og fylgir því talsverð úrkoma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert