„Flokkurinn ætti að hlusta á grasrótina“

Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson mbl.is/​Hari

„Við höfum alltaf sagt að við ætlumst ekki til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hlusti á okkur en hann ætti að hlusta á grasrótina, sem vill ekki þriðja orkupakkann,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Miðflokksins, við ummælum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, viðhafði á Sprengisandi í gærmorgun.

Þar sagðist hann ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafni orkupakkanum.

Gunnar Bragi hefur á tilfinningunni að Sjálfstæðisflokkurinn klofni með einhverjum hætti vegna gríðarlegrar óánægju. Hann segir sárt að horfa á Sjálfstæðisflokkinn sem staðið hafi vörð um sjálfstæði og frelsi Íslands, nálgast Evrópustefnuna æ meir. Gunnar segir ábyrgðina á málinu á hendi Sjálfstæðisflokksins með báða ráðherrana sem leiði för. Gunnar Bragi segist ekki sakna gamla Sjálfstæðisflokksins en það hafi verið gott á árum áður að vita hvar hann stóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert