Hefðbundið fyrirkomulag á þingstubb

Þingfundir verða á Alþingi á miðvikudag, fimmtudag og mánudag áður …
Þingfundir verða á Alþingi á miðvikudag, fimmtudag og mánudag áður en þingfundum verður frestað til 10. september. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fyrirkomulagið verður með hefðbundnum hætti, „business as usual“ á miðvikudag og fimmtudag. Síðan er atkvæðagreiðsla mánudaginn 2. september,“ segir Helgi Bernóduson, skrifstofustjóri Alþingis, um þingstubb svokallaðan  sem hefst á miðvikudag.

Þingið mun koma saman í þrjá daga til þess að ræða frumvörp og þingsályktunartillögur í tengslum við þriðja orkupakkann og breytingu á raforkulögum.  Að umræðum loknum fer fram atkvæðagreiðsla áður en þingi verður frestað að nýju þangað til nýtt löggjafarþing kemur saman 10. september.

Í raun er um að ræða fjögur eða fimm mál, segir Helgi. Orkupakkinn er fjögur mál en það er þingsályktunartillaga utanríkisráðherra sem er kjarni þessa máls. Til stendur að klára þá umræðu á miðvikudeginum.

Á fimmtudeginum verða lögð fram tvö frumvarp sem varða breytingar á raforkulögum og ein þingsályktunartillaga. Þau mál verða afgreidd á fimmtudeginum.

Á mánudag fara svo fram atkvæðagreiðslur um þessi mál áður en þingfundum verður frestað það sem eftir lifir þessa löggjafarþings þangað til að nýtt löggjafarþing kemur saman 10. september.

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert