Hyggst ræða „áhlaup“ Kínverja og Rússa á norðurslóðir

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AFP

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna ætlar að ræða um „áhlaup“ Kínverja og Rússa á norðurslóðir í heimsókn sinni hingað til lands í næstu viku, samkvæmt háttsettum embættismanni í Hvíta húsinu, sem ræddi við hóp fjölmiðlafólks í skjóli nafnleyndar í dag.

Um þetta er fjallað á vef Reuters, en Bandaríkjamenn hafa áður lýst yfir áhyggjum sínum af framgöngu Rússa og Kínverja norðan heimskautabaugs.

Áður hafði verið greint frá því á vef Hvíta hússins að heim­sókn Pence hingað til lands væri hugsuð til þess að ræða land­fræðilegt mik­il­vægi Íslands á norður­slóðum, aðgerðir NATO til að bregðast við aukinni aðgangshörku Rúss­lands í heimshlutanum og tæki­færi Íslands og Banda­ríkj­anna til að auka sam­eig­in­leg viðskipta- og fjár­fest­inga­tæki­færi.

„Hluti samtala okkar þar verða þjóðaröryggismiðuð,“ sagði embættismaðurinn, um för Pence til Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert