Vilja seinka tímabili hreindýraveiða

Fagráð um dýrvelferð hefur beðið Umhverfisstofnun um að endurskoða tilhögun …
Fagráð um dýrvelferð hefur beðið Umhverfisstofnun um að endurskoða tilhögun hreindýraveiða. mbl.is/Sigurður Ægisson

Fagráð um vel­ferð dýra, sem hef­ur eft­ir­lit með fram­kvæmd laga um vel­ferð dýra, samþykkti á fundi sín­um fimmta mars að beina þeim til­mæl­um til Um­hverf­is­stofn­un­ar að end­ur­skoða veiðiráðgjöf og/​eða veiðistjórn­un hrein­dýra­veiða með til­liti til vel­ferðar hrein­dýra­kálfa.

Til­mæl­in bár­ust hins veg­ar ekki Um­hverf­is­stofn­un með form­leg­um hætti fyrr en 24. júní vegna mann­legra mistaka.

Málið snýr að til­fell­um þar sem kýr eru felld­ar frá kálf­um. „Það get­ur varðað vel­ferð kálf­anna,“ út­skýr­ir Sig­ur­borg Daðadótt­ir, yf­ir­dýra­lækn­ir og formaður fagráðs. Hún seg­ir fagráð hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að „það væri ekki nógu mikið vitað um af­drif kálfa felldra kúa. Við beind­um þeim til­mæl­um að end­ur­skoða þessa veiði með til­liti til þessa“.

Var meðal ann­ars vísað til þess að veiðitíma­bil hrein­dýra­veiða hefj­ist seinna í Nor­egi en hér á landi. Jafn­framt var ít­rekuð „nauðsyn þess að gerðar verði rann­sókn­ir á þroska og af­drif­um kálfa með til­liti til þess hvort þeir fylgja móður að vetri eða eru móður­laus­ir s.s. vegna þess að hún er felld á veiðitíma­bili“, að því er seg­ir í til­mæl­un­um.

Of seint til að verða við til­mæl­un­um

Hinn átt­unda júlí svaraði Um­hverf­is­stofn­un til­mæl­um fagráðs og sagði ill­mögu­legt að breyta fyr­ir­komu­lagi veiðistjórn­un­ar vegna þess að búið væri að út­hluta veiðiheim­ild­um fyr­ir veiðitíma­bilið 2019.

Í svar­inu seg­ist stofn­un­in ekki leggj­ast gegn frek­ari rann­sókn­um, en að nú þegar hefði Nátt­úru­stofa Aust­ur­lands „rann­sakað efnið tölu­vert og hugs­an­lega þarf að tryggja Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands frek­ara fjár­magn til að stunda frek­ari rann­sókn­ir“.

Ekki nægi­leg­ar rann­sókn­ir

„Það sem hef­ur verið gert til þessa er að meta stofn­inn og þar með er dreg­in sú álykt­un að þar sem hann er ekki að minnka þá hljóti vel­ferðin að vera nægj­an­leg, sem sagt að ef þetta væri svo slæmt myndi stofn­inn minnka,“ út­skýr­ir Sig­ur­borg. „Við telj­um þetta ekki nægj­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar, það þurfi í raun að fara fram at­ferl­is­rann­sókn eða rann­sókn eins og kem­ur fram í þess­um til­mæl­um.“

Spurð hvort hún bú­ist við því að til­mæli fagráðs muni hafa áhrif á næsta veiðitíma­bil svar­ar yf­ir­dýra­lækn­ir: „Þessi til­mæli eru í gildi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert