Áhöfn seglskipsins Lord Nelson hefur hlotið góðar móttökur á ferð sinni til Íslands og vonast til þess að snúa aftur hingað til lands í bráð. Um er að ræða fyrsta hásiglda skipið, sem hannað var og smíðað með þarfir hreyfihamlaðra í huga.
Samtökin Jubilee Sailing Trust gera út fjölda skipa fyrir ferðir með hreyfihamlaða og fatlaða um heiminn, en Nelson lávarður er nokkurs konar flaggskip flotans. Smíði þess hófst árið 1984 og lauk árið 1986, þegar það sigldi í fyrsta sinn úr höfn Southamptonborgar.
Seglskipið Lord Nelson er sérstaklega aðlagað til að geta leyft blindu fólki að stýra (með talandi áttavita), hjólastólanotendum að fara upp í möstrin, sérsniðin þilför og lúgufyrirkomulag, sem veitir fötluðum auðveldari aðgang.
Skipið hefur siglt um allan heim og gefið fötluðum tækifæri á að ferðast á máta sem ekki finnst annars staðar.
Skipstjórinn segir að vel hafi verið tekið á móti skipinu og áhöfninni á Íslandi og þakka þau kærlega fyrir allan stuðning sem þau hafa fengið.