Næsta orkupakkaumræða í sjónmáli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir málinu ekki lokið með …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir málinu ekki lokið með samþykkt þriðja orkupakkans. mbl.is/Eggert

Mik­ill meiri­hluti þing­manna hef­ur samþykkt bæði þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins vegna aðild­ar Íslands að EES-samn­ingn­um og önn­ur þing­mál hon­um tengd. Þar á meðal breyt­ing­ar á raf­orku­lög­um og lög­um um Orku­stofn­un til þess að inn­leiða pakk­ann.

Fá mál hef­ur verið tek­ist jafn mikið á um á Alþingi og þriðja orkupakk­ann og tók umræðan um málið í þing­inu þannig sam­an­lagt um 148 klukku­stund­ir, en mik­il umræða var um það í vor, daga og næt­ur, þar sem einkum þing­menn Miðflokks­ins komu við sögu.

Deilt var um það hvort samþykkt og inn­leiðing þriðja orkupakk­ans stangaðist á við stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins varðandi framsal valds úr landi og hvort samþykkt hans yrði til þess að stjórn­völd gætu ekki hafnað um­sókn um lagn­ingu raf­orkusæ­strengs.

Hvað ger­ist nú?

„Hvað ger­ist nú?“ spyrja sig vafa­laust marg­ir. Þing­menn Miðflokks­ins hafa sagt að mál­inu sé eng­an veg­inn lokið þótt þriðji orkupakk­inn hafi verið samþykkt­ur. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, seg­ir að nú byrji málið fyr­ir al­vöru.

Þannig seg­ir Sig­mund­ur í sam­tali við mbl.is í dag að nú komi í ljós hver áhrif­in af samþykkt þriðja orkupakk­ans verði. Þau muni koma í ljós í gegn­um minnk­andi vald lýðræðis­lega kjör­inna full­trúa, og þar með al­menn­ings, yfir ís­lensk­um orku­mál­um.

Enn­frem­ur hafa sjón­ir beinst að næsta orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins, þeim fjórða, sem hef­ur þegar verið samþykkt­ur af sam­band­inu. Inn­an tíðar kem­ur pakk­inn inn á borð sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar og í gegn­um hana inn í EES-samn­ing­inn.

Ráðamenn hafa lítið tjáð sig um fjórða pakk­ann sem and­stæðing­ar þriðja orkupakk­ans segja að verði að þeirra mati enn verri en sá þriðji. Fyr­ir vikið má reikna með að umræðu um orkupakka frá Evr­ópu­sam­band­inu sé eng­an veg­inn lokið hér á landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert