Endurheimt handrita afleit hugmynd

Már Jónsson.
Már Jónsson.

Rök og markmið skortir í hugmyndum Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um að Íslendingar eigi að sækja fleiri íslensk handrit til Danmerkur. Réttast væri því að hætta frekari umleitunum, segir Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Hann hefur lengi fengist við rannsóknir á íslenskum handritum og skrifað meðal annars bækur um Árna Magnússon, prófessor og handritasafnara. Er hann því vel kunnugur þessum forna menningararfi Íslendinga.

Aukið hillupláss kallar ekki á fleiri handrit

Handritamálið svokallaða hefur nú verið endurvakið að frumkvæði íslenskra stjórnvalda. Vel á annað þúsund íslenskra handrita eru í Kaupmannahöfn, flest í Árnasafni en mörg í Konunglegu bókhlöðunni. Safni Árni var á sínum tíma skipt á milli Íslands og Danmerkur, þannig að handrit með íslensku efni voru afhent en handrit með erlendu efni, svo sem konungasögur og heilagramannasögur, urðu eftir. Þá ber að geta þess að íslensk handrit má finna í söfnum í Svíþjóð, Noregi, Englandi, Skotlandi, Írlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum, að því er segir í umfjöllun um handritamáliðí Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert