Sýni lokunum engan skilning

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert

Ég hvet fólk til að sýna hvorki skilning né þolinmæði vegna lokana, tafa eða annars uppnáms sem koma Mikes Pence, stríðæsingamanns og mannhatara, veldur.“ Þannig hefst facebookfærsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins eftir hádegið. Hann mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, auk þess sem Pence mun hitta Guðna Th. Jóhannesson forseta og Elizu Reid forsetafrú.

Sæbraut, á milli Snorrabrautar og Kringlumýrarbrautar, er lokuð frá því um hádegisbil og þar til síðdegis. Sömu­leiðis er lokað fyr­ir um­ferð um hluta Borg­ar­túns eins og áður hef­ur komið fram. Sama gild­ir um um­ferð í Katrín­ar­túni, á milli Borg­ar­túns og Sæ­braut­ar, og því er ekki hægt að aka frá Guðrún­ar­túni inn á Katrín­ar­tún

Ég hvet fólk til að láta í heyra sér með öllum mögulegum hætti til þess að þessi ömurlegi maður og þær manneskjur sem í alvöru trúa því að ekkert skipti máli nema viðskiptahagsmunir, að ekkert skipti máli nema greddan í að græða fái í það minnsta skilaboð um að „gildismat" þeirra valdi viðbjóði og andstyggð hjá sæmilega normölu fólki,“ skrifar Sólveig Anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert