Gengið skrefi lengra í aðskilnaði ríkis og kirkju

Frá undirritun samningsins í dag.
Frá undirritun samningsins í dag. Ljósmynd/Dómsmálaráðuneytið

„Mér finnst mjög ánægju­legt að það sé að ger­ast tvennt í einu núna með þessu sam­komu­lagi, ann­ars veg­ar það að það tekst sam­komu­lag um fjár­hags­legu sam­skipt­in, en hitt er ekki síður merki­legt að kirkj­an er að taka til sín aukið sjálf­stjórn­ar­vald um eig­in mál­efni í stór­aukn­um mæli, sem eru auðvitað stóru tíðind­in í þessu sam­komu­lagi að mínu áliti. Þar með er gengið skref­inu lengra í aðskilnaði rík­is og kirkju,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra á blaðamanna­fundi í ráðherra­bú­staðnum í dag.

Þar und­ir­rituðu hann, Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir dóms­málaráðherra og Drífa Hjart­ar­dótt­ir formaður kirkjuþings nýj­an viðbót­ar­samn­ing um fjár­hags­leg mál­efni rík­is­ins og þjóðkirkj­unn­ar.

„Þetta er ótrú­lega stórt skref í auknu fjár­hags­legu sjálf­stæði kirkj­unn­ar. Starfs­manna­hald verður allt hjá þeim, þau verða ekki leng­ur rík­is­starfs­menn og ráða sín­um mál­um miklu meira eft­ir þetta en þau hafa gert og innri mál­efni þeirra eru al­gjör­lega á þeirra könnu. Ég trúi því að þetta sé mjög til bóta,“ sagði Þór­dís Kol­brún í sam­tali við blaðamann eft­ir und­ir­rit­un sam­komu­lags­ins, en und­ir­rit­un þessa sam­komu­lags var eitt af henn­ar síðustu verk­um í embætti dóms­málaráðherra.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá dóms­málaráðuneyt­inu fel­ur samn­ing­ur­inn í sér stór­aukið fjár­hags­legt sjálf­stæði þjóðkirkj­unn­ar og þá meg­in­breyt­ingu að kirkj­an tek­ur sjálf við öll­um starfs­mönn­um sín­um og starfs­manna­mál­um. Greiðslur til þjóðkirkj­unn­ar úr rík­is­sjóði munu hér eft­ir taka breyt­ing­um á þeim sömu al­mennu launa- og verðlags­for­send­um sem liggja til grund­vall­ar fjár­lög­um hvers árs.

„Með þessu nýja sam­komu­lagi er stigið mjög stórt skref í þá átt að þjóðkirkj­an verði fyrst og fremst trú­fé­lag sem beri sjálft ábyrgð á eig­in rekstri og fjár­hag. Kirkj­an nýt­ur enn stuðnings ís­lenska rík­is­ins líkt og kveðið er á um í stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins en fjar­læg­ist það mjög að vera rík­is­stofn­un með þess­um samn­ingi. Áfram munu lög um stöðu, stjórn og starfs­hætti þjóðkirkj­unn­ar gera ráð fyr­ir ákveðnum tengsl­um á milli þjóðkirkj­unn­ar og rík­is­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Sam­hliða und­ir­rit­un sam­komu­lags­ins var und­ir­rituð vilja­yf­ir­lýs­ing um að stefnt skuli að laga­breyt­ing­um sem hafa það að mark­miði að ein­falda enn frek­ar alla um­gjörð um fjár­hags­leg tengsl rík­is og kirkju.

Prest­arn­ir spennt­ir

Drífa Hjartardóttir formaður kirkjuþings.
Drífa Hjart­ar­dótt­ir formaður kirkjuþings. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Drífa Hjart­ar­dótt­ir formaður kirkjuþings seg­ir í sam­tali við mbl.is að þetta sé stór áfangi, en þétt­ir samn­inga­fund­ir hafa staðið yfir und­an­farið ár.

„Loks­ins náðist að koma á samn­ingi sem var svo kynnt­ur fyr­ir kirkjuráði og kirkjuþings­mönn­um og hann var samþykkt­ur á kirkjuþingi sem var núna 4. sept­em­ber með öll­um greidd­um at­kvæðum utan eins. Það er mik­ill sam­hug­ur í kirkj­unni og ég heyri það á prest­un­um að þeir eru spennt­ir fyr­ir þessu nýja um­hverfi og vilja tak­ast á við nú­tím­ann,“ seg­ir Drífa.

Hún seg­ir að nú eigi kirkj­an eft­ir að vinna mikið í því að búa til reglu­verk í kring­um samn­ing­inn, með góðri hjálp frá dóms­málaráðuneyt­inu.

Viðbót­ar­samn­ing­ur­inn í heild sinni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert