Lægsta skattþrep lækkar um 5,5%

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið fyrir blaðamönnum.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið fyrir blaðamönnum. mbl.is/Árni Sæberg

Tekju­skatt­ur á lægstu laun lækk­ar um 5,5 pró­sentu­stig á þarnæsta ári. Þetta kom fram í kynn­ingu á fjár­laga­frum­varpi næsta árs nú í morg­un, en til stend­ur að leggja það fyr­ir alþingi í næstu viku.

Tekju­skattsþrep­in eru nú tvö, 36,94% og 46,24%. Strax á næsta ári verður kynnt til sög­unn­ar nýtt lág­tekjuþrep á laun upp að 325.000 krón­um og og mun það bera 35,04% skatt á næsta ári áður en það lækk­ar niður í 31,44% og mun þá hafa lækkað um 5,5 pró­sentu­stig frá því sem nú er.

Þar með er þó ekki öll sag­an sögð því per­sónu­afslátt­ur verður í leiðinni lækkaður. Hann nem­ur nú 56.447 krón­um á mánuði. Í stað þess að hækka í takt við verðlag, líkt og hann hef­ur gert und­an­far­in ár, verður hann hins veg­ar lækkaður og mun að tveim­ur árum liðnum nema 51.265 krón­um á mánuði, og verður það til þess að skatt­byrðin lækk­ar ekki jafn­mikið og lækk­un skatt­pró­sent­unn­ar seg­ir til um, en skatt­leys­is­mörk hald­ast óbreytt að raun­v­irði gegn­um lækk­un per­sónu­afslátt­ar.

Þá verður hið nýja miðþrep skatt­kerf­is­ins, sem leggst á tekj­ur á milli 325.000 krón­ur og um það bil 900.000 krón­ur, 37,94% af laun­um, einu pró­sentu­stigi hærra en nú er.

Skatt­byrði lág­tekju­fólks mun engu að síður minnka, mest hjá þeim sem hafa mánaðar­tekj­ur upp á 325.000 krón­ur, en ráðstöf­un­ar­tekj­ur þeirra verða árið 2021 um 12.900 krón­um hærri en nú er. Ávinn­ing­ur­inn fjar­ar út eft­ir því sem tekj­ur hækka, þar sem hið nýja miðþrep verður, sem fyrr seg­ir, hærra en lægra skattþrepið sem nú er. Eft­ir stend­ur þó að eng­inn kem­ur verr út úr nýja fyr­ir­komu­lag­inu nema rík­is­sjóður, en með breyt­ing­un­um verður hann af um 21 millj­arði, 10% af tekj­um af tekju­skatti. 

Fjár­laga­frum­varpið í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert